Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttirnar í kvöld.

Lögmaður gagnrýnir að stjórnvöld saki hælisleitendur um að ljúga til um kynhneigð og hafni þeim um hæli á þeim forsendum. Nýfallinn sé dómur í slíku máli sem slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Þá rýnum við í stöðuna á faraldri kórónuveirunnar enda er Verslunarmannahelgin handan við hornið, en sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að hafa áhyggjur. Kórónuveiran hefur reyndar breytt skemmtanamenningu á Íslandi - fólk fer nú fyrr heim, er rólegra og dreifir gleðinni yfir vikuna. Við ræðum við bareigendur um þessa breyttu djammmenningu.

Sitt sýnist hverjum um Hjartagarðinn í miðbæ Reykjavíkur, sem borgarfulltrúi hefur sagt misheppnað torg þar sem hvorki hafi tekist að kveikja mannlíf né menningu. Þessu eru rekstraraðilar við torgið bara algerlega ósammála. Rætt verður við þá.

Svo förum við vítt og breitt um heim erlendra frétta og skreppum með okkar besta landsbyggðarmanni, Magnúsi Hlyni, í skoðunarferð um merkilegt safn á Norðurlandi þar sem skæður sjúkdómur kemur við sögu, sem og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti.

Hlusta má á fréttir kvöldsins í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×