Harðstjórinn Ten Hag bannar áfengi og mun vigta leikmenn reglulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 10:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, ætlar sér stóra hluti. EPA-EFE/JOEL CARRETT Erik ten Hag ætlar að taka til hendinni hjá Manchester United en Hollendingurinn hefur birt áhugaverðan lista yfir reglur sem leikmenn liðsins verða að fylgja ætli þeir sér að spila undir hans stjórn. Man United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og virðist sem nær allir leikmenn liðsins séu að njóta sín ágætlega, allavega þeir sem eru mættir til æfinga. Það er ljóst að Ten Hag mun ekki leyfa mönnum að taka því rólega í svo mikið sem eina sekúndu en hann hefur sett ýmis boð og bönn á leikmenn. Eftir að hafa fengið að leika nokkuð lausum hala undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick þá þurfa leikmenn nú að sýna gríðarlegan aga utan vallar sem innan. Áfengi verður bannað þær vikur sem liðið á leik sem þýðir að áfengi er í raun bannað frá upphafi tímabils og þangað til því lýkur. Leikmenn verða vigtaðir reglulega og sektaðir ef þeir eru ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Þá mega leikmenn ekki vera með einkakokka lengur en ætlast er til að þeir borði þann mat sem félagið undirbýr fyrir þá. Bruno Fernandes has welcomed Erik ten Tag s strict new regime at Manchester United after admitting a crack down on discipline was long overdue #mufc https://t.co/yN1g5n8oPx— James Ducker (@TelegraphDucker) July 20, 2022 „Ég held þetta hafi vantað í dágóða stund. Fyrir mér þarf aga bæði innan vallar sem utan. Ekki vera seinn á fundi, ekki vera seinn í mat. ég held þetta sé mjög mikilvægt fyrir liðið, fyrir mér er mikilvægt að mæta á réttum tíma svo ég sé engin vandamál hvað það varðar,“ sagði Bruno Fernandes um nýtt regluverk félagsins. Leikmenn hafa verið varaðir við því að leka upplýsingum úr klefanum en það var vandamál á síðustu leiktíð. Félagið er sem stendur að undirbúa komandi tímabil, eftir stuttan tíma í Tælandi var farið til Ástralíu. Hafa leikmenn liðsins þurft að taka armbeygjur ef eitthvað mislukkast á æfingum og þá var MUTV - sjónvarpsstöð félagsins - bannað að taka leikmenn upp á leikmynd Nágranna en sápuóperan fræga kemur frá Ástralíu. „Þetta hefur verið auðvelt því það vita allir hvað hann vill og hvaða kröfur hann setur á leikmenn. Hugmyndir hans eru skýrar og reglurnar einnig. Við verðum að gera það sem þjálfarinn vill, hann vill það besta fyrir liðið og það sem er best fyrir liðið er best fyrir mig,“ bætti Bruno við. Manchester United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og unnið alla þrjá leiki sína. Stuðningsfólk liðsins ætti þó að vita að það gefur ekki alltaf góð fyrirheit en Louis van Gaal vann alla sína æfingaleiki eftir að hafa tekið við stjórn liðsins til þess eins að tapa fyrir Swansea City í fyrsta leik. Man United hefur tímabilið þann 8. ágúst næstkomandi þegar Brighton & Hove Albion kemur í heimsókn á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. 20. júlí 2022 07:04 Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26 Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. 14. júlí 2022 16:46 Ten Hag segir að Ronaldo sé ekki til sölu Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segir að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. 11. júlí 2022 11:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Man United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og virðist sem nær allir leikmenn liðsins séu að njóta sín ágætlega, allavega þeir sem eru mættir til æfinga. Það er ljóst að Ten Hag mun ekki leyfa mönnum að taka því rólega í svo mikið sem eina sekúndu en hann hefur sett ýmis boð og bönn á leikmenn. Eftir að hafa fengið að leika nokkuð lausum hala undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick þá þurfa leikmenn nú að sýna gríðarlegan aga utan vallar sem innan. Áfengi verður bannað þær vikur sem liðið á leik sem þýðir að áfengi er í raun bannað frá upphafi tímabils og þangað til því lýkur. Leikmenn verða vigtaðir reglulega og sektaðir ef þeir eru ekki í nægilega góðu ásigkomulagi. Þá mega leikmenn ekki vera með einkakokka lengur en ætlast er til að þeir borði þann mat sem félagið undirbýr fyrir þá. Bruno Fernandes has welcomed Erik ten Tag s strict new regime at Manchester United after admitting a crack down on discipline was long overdue #mufc https://t.co/yN1g5n8oPx— James Ducker (@TelegraphDucker) July 20, 2022 „Ég held þetta hafi vantað í dágóða stund. Fyrir mér þarf aga bæði innan vallar sem utan. Ekki vera seinn á fundi, ekki vera seinn í mat. ég held þetta sé mjög mikilvægt fyrir liðið, fyrir mér er mikilvægt að mæta á réttum tíma svo ég sé engin vandamál hvað það varðar,“ sagði Bruno Fernandes um nýtt regluverk félagsins. Leikmenn hafa verið varaðir við því að leka upplýsingum úr klefanum en það var vandamál á síðustu leiktíð. Félagið er sem stendur að undirbúa komandi tímabil, eftir stuttan tíma í Tælandi var farið til Ástralíu. Hafa leikmenn liðsins þurft að taka armbeygjur ef eitthvað mislukkast á æfingum og þá var MUTV - sjónvarpsstöð félagsins - bannað að taka leikmenn upp á leikmynd Nágranna en sápuóperan fræga kemur frá Ástralíu. „Þetta hefur verið auðvelt því það vita allir hvað hann vill og hvaða kröfur hann setur á leikmenn. Hugmyndir hans eru skýrar og reglurnar einnig. Við verðum að gera það sem þjálfarinn vill, hann vill það besta fyrir liðið og það sem er best fyrir liðið er best fyrir mig,“ bætti Bruno við. Manchester United hefur byrjað undirbúningstímabilið vel og unnið alla þrjá leiki sína. Stuðningsfólk liðsins ætti þó að vita að það gefur ekki alltaf góð fyrirheit en Louis van Gaal vann alla sína æfingaleiki eftir að hafa tekið við stjórn liðsins til þess eins að tapa fyrir Swansea City í fyrsta leik. Man United hefur tímabilið þann 8. ágúst næstkomandi þegar Brighton & Hove Albion kemur í heimsókn á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. 20. júlí 2022 07:04 Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26 Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. 14. júlí 2022 16:46 Ten Hag segir að Ronaldo sé ekki til sölu Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segir að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. 11. júlí 2022 11:01 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Sjá meira
Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. 20. júlí 2022 07:04
Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26
Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. 14. júlí 2022 16:46
Ten Hag segir að Ronaldo sé ekki til sölu Erik ten Hag, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segir að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo sé ekki til sölu. 11. júlí 2022 11:01