Brighton vill átta milljarða fyrir Cucurella Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 08:31 Hinn hárprúði Mark Cucurella gæti orðið leikmaður Manchester City. Þó aðeins en Brighton & Hove Albion lækkar verðmiðann. Gareth Fuller/Getty Images Pep Guardiola þarf að borga 50 milljónir punda eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna til að fá Marc Cucurella, bakvörð Brighton & Hove Albion, í sínar raðir. Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City eru enn á ný í leit að nýjum bakverði. Oleksandr Zinchenko er farinn til Arsenal og Benjamin Mendy er í fangelsi og mun líklega aldrei spila knattspyrnu aftur sem atvinnumaður. Guardiola vantar því nýjan bakvörð í annars ágæta bakvarðarsveit sína. Hann horfir hýru auga til landa síns Cucurella sem gekk í raðir Brighton á síðasta ári. Hinn 23 ára gamli Cucurella lék með Barcelona á sínum yngri árum og hefur heillað með spilamennsku sinni á Englandi. Cucurella kostaði Brighton rúmlega 17 milljónir punda en félagið hefur lítinn áhuga á að láta hann fara nema það fái vel borgað. Manchester City bauð 30 milljónir punda í leikmanninn en því tilboði hefur einfaldlega verið hafnað. Brighton vill 50 milljónir punda og ekki krónu minna. Hann yrði ekki fyrsti 50 milljón punda bakvörður City-liðsins en Kyle Walker og áðurnefndur Mendy kostuðu einnig 50 milljónir eða meira á sínum tíma. Brighton turn down Man City offer for Marc Cucurella. Bid ~£30m well below #BHAFC ~£50m valuation & flatly rejected. Talks at early stage + set to continue but #MCFC minded to walk away unless price lowered. By @polballus @AndyNaylorBHAFC @TheAthleticUK https://t.co/xowsAEptqT— David Ornstein (@David_Ornstein) July 21, 2022 David Ornstein, blaðamaður The Athletic, greinir frá því að Man City sé ekki tilbúið að borga uppsett verð og muni snúa sér að öðrum skotmörkum neiti Brighton að lækka verðið á leikmanninum. Man City er ríkjandi Englandsmeistari á meðan Brighton endaði í 9. sæti á síðustu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira