Aguero um brottför Messi hjá Barca: Hélt að þetta væri grín Atli Arason skrifar 21. júlí 2022 07:00 Sergio Aguero og Lionel Messi léku saman með argentíska landsliðinu en náðu aldrei leik saman með félagsliði. Getty Images Sergio Aguero hélt að hann væri að fara að spila með besta vini sínum, Lionel Messi, þegar hann samdi við Barcelona síðasta sumar. Stuttu síðar yfirgaf Messi spænska liðið og Aguero trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá tilkynningu félagsins. Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira