Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Tómasson les fréttir kvöldsins. 
Telma Tómasson les fréttir kvöldsins. 

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir stöðuna í Evrópu, en hitabylgjan skæða sem gengið hefur yfir álfuna síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag. Íslendingar þar eru teknir tali en þeir segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar.

Ísland hefur notið þess að vera mun svalara og hafa ferðamenn flykkst til landsins. Hótel víða um land eru uppbókuð vegna þessa og hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir.

Fréttamaður okkar Kristín Ólafsdóttir rýnir svo í loftslagsmálin en sérfræðingur í umhverfis- og neytendamálum gagnrýnir þá ríku ábyrgð sem lögð er á herðar einstaklinga. Stjórnvöld virðist hrædd við að snerta á stórfyrirtækjum en loftslagsvandinn leysist aldrei án þeirra aðkomu, segir sérfræðingurinn.

Við heimsækjum fyrstu alsjálfvirku hverfisverslun landsins sem verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins og við skoðum risakúna Eddu sem verður þrír metrar á hæð og fimm metra löng en hún er smíðuð úr tveimur tonnum af járni.

Hlusta má á fréttir kvöldsins í spilaranum hér að ofan klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×