Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 17:52 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Vilhelm Gunnarsson Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Í texta á samráðsgátt stjórnvalda, sem birtist í gær um áformað lagafrumvarp um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, segir meðal annars: „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, svo sem aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.“ Vegagerðin lagði samskonar sjónarmið fram í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar; að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar myndi draga úr útblæstri. Sagði Vegagerðin að veglínur þvert yfir fjörðinn kæmu til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar styttu núverandi vegalengdir. Vegagerðin kynnti veglínur þvert yfir Vatnsfjörð á móts við Flókalund í umhverfismati fyrir tveimur árum.Grafík/Vegagerðin. Þessu svaraði Skipulagsstofnun: „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ sagði í áliti Skipulagsstofnunar, sem þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats, rituðu undir. Loftslagsmál Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Í texta á samráðsgátt stjórnvalda, sem birtist í gær um áformað lagafrumvarp um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða, segir meðal annars: „Margvíslegur þjóðfélagslegur ávinningur fylgir því að flýta slíkum framkvæmdum, svo sem aukið umferðaröryggi, stytting leiða með þeim jákvæðu umhverfisáhrifum sem því fylgja og betri og öruggari tengingar byggða og atvinnusvæða.“ Vegagerðin lagði samskonar sjónarmið fram í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar; að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar myndi draga úr útblæstri. Sagði Vegagerðin að veglínur þvert yfir fjörðinn kæmu til með að hafa jákvæð áhrif á losun CO2 þar sem veglínurnar styttu núverandi vegalengdir. Vegagerðin kynnti veglínur þvert yfir Vatnsfjörð á móts við Flókalund í umhverfismati fyrir tveimur árum.Grafík/Vegagerðin. Þessu svaraði Skipulagsstofnun: „Að mati Skipulagsstofnunar ber að horfa til þess að framkvæmdin felur í sér samgöngubætur sem eru líklegar til að fjölga ferðum. Í matsskýrslu eru ekki færð rök fyrir því að minni útblástur vegna styttingar vegalengdar um 3-4 km sé líkleg til að vega upp á móti auknum útblæstri vegna fjölgunar ferða. Skipulagsstofnun telur að framkvæmdin sem slík sé heilt yfir líkleg til að hafa neikvæð áhrif á útblástur,“ sagði í áliti Skipulagsstofnunar, sem þau Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri og Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismats, rituðu undir.
Loftslagsmál Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. 9. júlí 2020 13:37
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. 19. júlí 2022 12:16