Forsetinn setur stefnuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:31 Forseti Íslands var á meðal stuðningsmanna á EM, líkt og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, en er núna mættur til Svíþjóðar að sjá aðeins yngra knattspyrnufólk keppa á Gothia Cup. Vísir/Vilhelm „Við tökum þetta á HM,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Twitter-síðu sinni og þakkar stelpunum í íslenska landsliðinu í fótbolta fyrir framgöngu þeirra á Evrópumótinu í Englandi. Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Forsetinn drap niður penna í kjölfar 1-1 jafnteflis Íslands við Frakkland í gærkvöld, eftir að ljóst varð að það dygði ekki til að koma Íslandi áfram í 8-liða úrslit. Í lauslegri þýðingu blaðamanns skrifaði hann: „Í Íslendingasögunum lesum við um það hvernig hægt er að falla í bardaga en standa samt uppi sem sigurvegari. Stoltur af landsliðinu okkar í fótbolta sem tapaði ekki leik á EM en komst því miður ekki áfram. Hamingjuóskir til þeirra sem það gerðu. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM.“ In the Icelandic Sagas we read about how you can fall in battle but still claim victory. Proud of our national football team that did not lose a game at #WEURO2022 but sadly did not advance. Congrats to those who did. Takk stelpur! Við tökum þetta á HM #dottir pic.twitter.com/nR6IwqnNpj— President of Iceland (@PresidentISL) July 18, 2022 Gætu unnið sig inn á HM í september Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en er í harðri baráttu um að komast á næsta mót sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst eftir eitt ár. Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Hvíta-Rússlandi á heimavelli 2. september og gegn Hollandi á útivelli 6. september. Ef Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Að öðrum kosti endar Ísland í 2. sæti og fer í ansi flókið umspil í október. Í umspilinu leika liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils. Liðin þrjú sem safna flestum stigum, og líklegt er að Ísland eða Holland verði þar á meðal, fara beint í seinni umferð umspilsins. Fyrst leika hin sex liðin í fyrri umferð umspilsins, þar sem þau dragast í þrjú einvígi. Sigurvegari hvers einvígis kemst áfram í seinni umferðina þar sem aftur fara fram þrjú einvígi. Sigurvegari tveggja þeirra kemst beint á HM en þriðja liðið, það með fæsta sigra úr umspili og riðlakeppni, fer í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum sem fram fer í febrúar á næsta ári.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira