Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um söluna á Mílu sem komin er í uppnám en hlutabréf í Símanum hafa lækkað í verði það sem af er degi vegna málsins.

Að auki heyrum við af hitabylgjunni sem geisar nú í Evrópu og ræðum við okkar fólk á Spáni og í Englandi. Einnig tökum við stöðuna í Úkraínu en Selenskí forseti sakar tvo nána samstarfsmenn sína í gegnum árin um landráð.

Þá segjum við frá stórhuga áformum um uppbyggingu vistvænnar ferðaþjónustu í Þjórsárdal og íslenska fjárhundinum en dagurinn í dag er tileinkaður honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×