Fúll vegna spurningar blaðamanns: „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 15:00 Cameron Smith með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Getty/Stuart Franklin Ástralinn Cameron Smith var að mestu kampakátur, eins og gefur að skilja, eftir að hafa unnið Opna breska mótið í golfi í gær. Ein spurninganna á blaðamannafundi fór þó augljóslega í taugarnar á honum. Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith. Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Smith fagnaði sigri á samtals 20 höggum undir pari, einu höggi á undan Cameron Young frá Bandaríkjunum og tveimur á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur þessa 28 ára Ástrala á risamóti en hann hafði áður best náð 2. sæti á Masters og 4. sæti á Opna bandaríska mótinu. Smith hafði því ærna ástæðu til að gleðjast en snöggpirraðist þegar hann var spurður út í orðróma þess efnis að hann væri að ganga til liðs við hina nýju, umdeildu sádi-arabísku LIV-mótaröð. Blaðamaðurinn sem spurði Smith út í málið baðst reyndar afsökunar á spurningu sinni fyrir fram, eða réttara sagt á því að vera að spyrja um það á þessum tímapunkti, en vildi þó svar. „Ég var að vinna Opna breska og þú spyrð mig um þetta? Mér finnst það eiginlega ekki svo gott,“ sagði Smith eins og sjá má hér að neðan. Breska blaðið Telegraph hafði sagt frá því skömmu fyrir frábæran lokahring Smiths í gær að Greg Norman, framkvæmdastjóri LIV-mótaraðarinnar, vildi fá landa sína Smith og Adam Scott á mótaröðina. Smith var því beðinn aftur um að svara spurningunni um hvort hann væri að fara að spila á mótaröðinni: „Ég veit það ekki maður. Liðið mitt sér um að hafa áhyggjur af þessu öllu. Ég er bara hérna til að vinna golfmót,“ sagði Smith.
Golf Opna breska LIV-mótaröðin Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira