Fólk í hjólastól kemst enn ekki til Viðeyjar, þrátt fyrir ítrekuð áköll um úrbætur síðustu ár. Formaður MND-félagsins segir það svíða að geta ekki komist allt eins og aðrir og krefst viðbragða frá borginni.
Hin fjögurra ára Liza sem lést í flugskeytaárás Rússa fyrir helgi var jarðsungin í Úkraínu í dag við tilfinningaþrungna athöfn. 24 létust í árásinni og tuga er enn saknað í rústunum sem flugskeyti Rússa skildu eftir sig.
Þá kíkjum við á æfingu á sögulegu þjóðhátíðarlagi en það er í fyrsta sinn eingöngu flutt af konum. Þjóðhátíð verður haldin í Eyjum eftir tvær vikur í fyrsta sinn í þrjú ár og Eyjamenn iða úr eftirvæntingu. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.