Fótbolti

Alfons og félagar svöruðu tapinu í Færeyjum með sigri á Ham-Kam

Atli Arason skrifar
Alfons Sampsted spilar með Noregsmeisturum Bodø/Glimt 
Alfons Sampsted spilar með Noregsmeisturum Bodø/Glimt  Getty Images

Alfons Sampsted lék allar 90 mínúturnar í 0-2 útisigri Bodø/Glimt á Ham-Kam í norsku úrvalsdeildinni.

Amahl Pellegrino skoraði bæði mörk Bodø/Glimt á 77. og 82. mínútu.

Bodø/Glimt var ekki fjarri því að detta úr forkeppni Meistaradeild Evrópu gegn færeyska liðinu KÍ Klaksvík síðasta miðvikudag en náðu að vinna einvígið með einu marki.

Sigurinn í kvöld er annar sigurleikurinn í röð hjá Bodø/Glimt í norsku úrvalsdeildinni og fara meistararnir því upp í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig, fimm stigum á eftir toppliði Molde. Ham-Kam er hins vegar í tíunda sæti með 17 stig, fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Næsti leikur Alfons og félaga er í forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Linfield frá Norður-Írlandi næsta þriðjudag. Linfield sló lið New Saints út í síðustu umferð forkeppninnar en New Saints mæta Víkingi næsta fimmtudag í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.


Tengdar fréttir

Víkingur mætir liði frá Wa­les í Sam­bands­deildinni

Víkingur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagt 6-5 tap gegn sænska stórliðinu Malmö. Víkingar fara því næst í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem næsti mótherji er The New Saints frá Wales.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×