De Jong í æfingahóp sem fór til Miami | Fimm leikmenn ásamt knattspyrnustjóranum Xavi eftir í Barcelona Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 16:00 Frenkie de Jong gæti leikið með Barcelona á næsta tímabili þrátt fyrir sögusagnir um annað. Getty Images Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, fór með liðinu á undirbúningstímabil þeirra í Bandaríkjunum. Telja einhverjir þetta vera vísbendingu að hann muni þá ekki yfirgefa Barcelona fyrir Manchester United eftir allt saman. Knattspyrnustjórinn Xavi varð hins vegar eftir í Katalóníu. Xavi fær ekki að fara til Bandaríkjana.EPA-EFE/Alejandro Garcia Xavi má ekki ferðast til Bandaríkjanna. Var hann mættur með liðinu á flugvöllinn í Barcelona en fékk ekki að fara um borð því hann fær ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þess hve ítrekað hann hefur heimsótt Íran síðustu ár. Xavi var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar árin 2015-2021 og ferðaðist oft með liðinu til nágrannana í Íran til að spila knattspyrnuleiki. Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa verið stirð allt frá árinu 1979. Bandarískum ríkisborgurum er ekki ráðlagt að ferðast til Íran og allir þeir sem hafa dvalið í Íran og hafa ekki bandarískt vegabréf mega ekki ferðast til Bandaríkjanna án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Því verður Xavi að verða eftir heima á Spáni. Frenkie de Jong í hóp en ekki þeir fimm leikmenn sem eru á leið frá Barcelona Helsta skotmark Manchester United í sumar, hinn hollenski Frenkie de Jong er hins vegar í leikmannahópnum. Joan Laporta, forseti Barcelona, hafði áður gefið út þegar félagið var að kynna Raphinha til leiks að Barcelona þyrfti ekki að selja Hollendinginn til að leysa fjárhagskrísu sína. Framtíð Frenkie de Jong væri í höndum knattspyrnustjórans Xavi, ef Xavi vildi hafa þann hollenska í hóp liðsins fyrir komandi tímabil. Fimm leikmenn voru hins vegar ekki valdir í æfingarhópinn sem gefur til kynna að þeir séu á leiðinni í burtu frá Barcelona. Það eru þeir Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto, Riqui Puig og Oscar Mingueza. Official: Barcelona manager Xavi has left out of the squad for US tour the following players. ❌🔵🔴 #FCB▫️ Martin Braithwaite▫️ Oscar Mingueza▫️ Samuel Umtiti▫️ Riqui Puig▫️ NetoBarça want them to leave as soon as possible.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2022 𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀Gira Estados Unidos 🇺🇸 pic.twitter.com/prpkGag56g— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) July 16, 2022 Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
Xavi fær ekki að fara til Bandaríkjana.EPA-EFE/Alejandro Garcia Xavi má ekki ferðast til Bandaríkjanna. Var hann mættur með liðinu á flugvöllinn í Barcelona en fékk ekki að fara um borð því hann fær ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þess hve ítrekað hann hefur heimsótt Íran síðustu ár. Xavi var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar árin 2015-2021 og ferðaðist oft með liðinu til nágrannana í Íran til að spila knattspyrnuleiki. Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa verið stirð allt frá árinu 1979. Bandarískum ríkisborgurum er ekki ráðlagt að ferðast til Íran og allir þeir sem hafa dvalið í Íran og hafa ekki bandarískt vegabréf mega ekki ferðast til Bandaríkjanna án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Því verður Xavi að verða eftir heima á Spáni. Frenkie de Jong í hóp en ekki þeir fimm leikmenn sem eru á leið frá Barcelona Helsta skotmark Manchester United í sumar, hinn hollenski Frenkie de Jong er hins vegar í leikmannahópnum. Joan Laporta, forseti Barcelona, hafði áður gefið út þegar félagið var að kynna Raphinha til leiks að Barcelona þyrfti ekki að selja Hollendinginn til að leysa fjárhagskrísu sína. Framtíð Frenkie de Jong væri í höndum knattspyrnustjórans Xavi, ef Xavi vildi hafa þann hollenska í hóp liðsins fyrir komandi tímabil. Fimm leikmenn voru hins vegar ekki valdir í æfingarhópinn sem gefur til kynna að þeir séu á leiðinni í burtu frá Barcelona. Það eru þeir Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto, Riqui Puig og Oscar Mingueza. Official: Barcelona manager Xavi has left out of the squad for US tour the following players. ❌🔵🔴 #FCB▫️ Martin Braithwaite▫️ Oscar Mingueza▫️ Samuel Umtiti▫️ Riqui Puig▫️ NetoBarça want them to leave as soon as possible.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2022 𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀Gira Estados Unidos 🇺🇸 pic.twitter.com/prpkGag56g— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) July 16, 2022
Spænski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30 Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31 Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01 Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
Talið að De Jong sé tilbúinn að fara til Manchester fái hann launin sín greidd Áfram ríkir alger pattstaða varðandi stöðu Frenkie de Jong en Manchester United telur sig hafa fengið staðfestingu á því að leikmaðurinn sé tilbúinn að ganga í raðir liðsins þegar hann hafi fengið öll sín laun greidd hjá Barcelona. 11. júlí 2022 10:30
Forseti Barcelona ítrekar að De Jong sé ekki til sölu Joan Laporta, forseti spænska stórliðsins Barcelona, hefur ítrekað það að miðjumaður liðsins, Frenkie de Jong, sé ekki til sölu. 6. júlí 2022 15:31
Barca vill halda Frenkie en aðeins ef hann tekur á sig launalækkun Sagan endalausa um Frenkie de Jong, miðjumann Barcelona, heldur áfram. Nú vill spænska félagið að leikmaðurinn taki á sig launalækkun. 4. júlí 2022 07:01
Man Utd gerir allt til að sækja De Jong | Myndbandi lekið „Peningar eru ekki vandamál,“ sagði Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, í því sem virðist vera leynilegt myndband sem birtist af honum á Twitter í gærkvöld. 19. júní 2022 10:15