„Ég mun koma aftur og kveðja starfsfólk félagsins almennilega. Ég fékk ekki mikinn tíma til að undirbúa mig,“ sagði Lewandowski við Sky Sports í Þýskalandi.
„Ég hef átt átta frábær ár í Þýskalandi og þú gleymir þeim ekkert svo auðveldlega“
The end! #Lewandowski has left Säbener Straße… 🔜 Barça! @SPORT1 pic.twitter.com/kZIglhFnwo
— Kerry Hau (@kerry_hau) July 16, 2022
Sagan endalausa með Lewandowski virðist loks vera á enda en fjölmiðlar víðs vegar um heiminn hafa rætt og ritað um möguleg félagaskipti hans til Barcelona í allt sumar.
Lewandowski fær þriggja ára samning hjá Barcelona en spænska félagið mun borga 42,5 milljónir punda fyrir leikmanninn. Möguleiki er á eins árs framlengingu á samningnum og ef hún verður virkjuð þá spilar Lewandowski hjá Barcelona til 38 ára aldurs.
Lewandowski skoraði 50 mörk í 46 leikjum á síðasta leiktímabili.
Er þetta fimmti nýi leikmaðurinn sem Barcelona kaupir, þrátt fyrir fjárhagsvandræði félagsins. Andreas Christensen, Antonio Rudiger og Franck Kessie komu allir til liðsins án greiðslu en spænska félagið eyddi 55 milljónum punda í Raphinha á dögunum og nú bætist Lewandowski við í þann hóp.
Robert Lewandowski to Barcelona, here we go! FC Bayern have just told Barça that they have accepted final proposal. Agreement finally in place between all parties. 🚨🔵🔴 #FCB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 15, 2022
Lewandowski asked Bayern to leave also on Friday - he will jlin Barcelona during the weekend. 🇵🇱 pic.twitter.com/nmodHuNscw