Live at the Range: Kylfingar í beinni á Opna breska
Atli Arason skrifar
Live at the Range hitar upp fyrir Opna breska meistaramótið í golfi.Live at the Range
Í fyrsta skipti verður hægt að fylgjast með kylfingum undirbúa sig fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. Þættirnir Live at the Range munu fylgjast með undirbúningi helstu kylfinga strax frá mánudegi og í raun þangað til mótinu lýkur.
Ásamt því að sýna kylfinga hita upp og undirbúa sig fyrir mótið munu sérfræðingar fara yfir stöðu mála og spá í spilin. Þá verður nóg af gestum, leiðbeiningum og útskýringum í boði fyrir þau sem vilja læra meira um golf.