Stjórnmálamenn og almennir borgarar handsamaðir og pyntaðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2022 08:39 Að minnsta kosti 23 létust, þar af þrjú börn, í árás Rússa á Vinnytsia í gær. epa/Roman Pilipey Hundruð Úkraínumanna er haldið föngum á hernumdum svæðum landsins, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Bæði er um að ræða stjórnmálamenn og almenna borgara. Einn pólitíkus sagði í samtali við BBC að hann hefði verið handsamaður af rússneska hernum og beittur vatnspyntingum. Oleh Pylypenko, kjörinn leiðtogi Shevchenkivska í suðurhluta Úkraínu, segist hafa verið fangaður nærri Kherson 10. mars síðastliðinn, þegar hann vann að því að koma neyðaraðstoð til íbúa. Hann segist telja að hann hafi verið eftirlýstur af innrásarsveitum á svæðinu og þær hafi setið fyrir sér. Pylypenko var fluttur á flugvöll, þar sem hann segist hafa verið pyntaður í þrjá daga. „Þeir snertu ekki ökumanninn minn. Þeir yfirheyrðu bara mig. Þeir notuðu líkamlegt ofbeldi, rafstraum og helltu köldu vatni yfir mig þegar það var frost úti. Ég fékk kalsár á tærnar og skemmdir á rifbeinin og innri líffæri,“ segir Pylypenko. Hann segir Rússana einnig hafa lamið sig með gúmmíkylfu og sparkað í sig þar til það leið yfir hann. Hann segist ekki hefðu komist lífs af nema fyrir bílstjórann sinn, sem aðstoðaði hann allan tímann. Pylypenko segist sína hafa orðið bitbein milli ólíkra sveita Rússa; hluti þeirra hefðu viljað taka hann af lífi fyrir að koma upp um staðsetningu þeirra en herlögreglan hefði viljað aðstoð hans við að skipuleggja fangaskipti. Herlögreglan hafði vinningin og Pylypenko var að lokum sleppt. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 65 stjórnamálamenn í Úkraínu hafa verið handtekna af Rússum frá því að innrásin hófst. Þá hafi almennir borgarar einnig sætt pyntingum og verið látnir hverfa. Umfjöllun BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Oleh Pylypenko, kjörinn leiðtogi Shevchenkivska í suðurhluta Úkraínu, segist hafa verið fangaður nærri Kherson 10. mars síðastliðinn, þegar hann vann að því að koma neyðaraðstoð til íbúa. Hann segist telja að hann hafi verið eftirlýstur af innrásarsveitum á svæðinu og þær hafi setið fyrir sér. Pylypenko var fluttur á flugvöll, þar sem hann segist hafa verið pyntaður í þrjá daga. „Þeir snertu ekki ökumanninn minn. Þeir yfirheyrðu bara mig. Þeir notuðu líkamlegt ofbeldi, rafstraum og helltu köldu vatni yfir mig þegar það var frost úti. Ég fékk kalsár á tærnar og skemmdir á rifbeinin og innri líffæri,“ segir Pylypenko. Hann segir Rússana einnig hafa lamið sig með gúmmíkylfu og sparkað í sig þar til það leið yfir hann. Hann segist ekki hefðu komist lífs af nema fyrir bílstjórann sinn, sem aðstoðaði hann allan tímann. Pylypenko segist sína hafa orðið bitbein milli ólíkra sveita Rússa; hluti þeirra hefðu viljað taka hann af lífi fyrir að koma upp um staðsetningu þeirra en herlögreglan hefði viljað aðstoð hans við að skipuleggja fangaskipti. Herlögreglan hafði vinningin og Pylypenko var að lokum sleppt. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnsta kosti 65 stjórnamálamenn í Úkraínu hafa verið handtekna af Rússum frá því að innrásin hófst. Þá hafi almennir borgarar einnig sætt pyntingum og verið látnir hverfa. Umfjöllun BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mannréttindi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira