Geir Sveinsson nýr bæjarstjóri í Hveragerði Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júlí 2022 20:57 Geir Sveinsson mun taka við sem bæjarstjóri í Hveragerði á næstunni. Aðsend Meirihlutinn í Hveragerðisbæ mun leggja fram tillögu um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri á næsta bæjarstjórnarfundi. Geir mun hefja störf í upphafi ágústmánaðar. Alls sóttu 23 um stöðu bæjarstjóra en fjórir drógu umsókn sína til baka. Geir var meðal umsækjenda. Geir er fæddur 1964 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu tvö ár. Hann er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Geir þjálfaði íslenska karlalandsliðið í handbolta um tíma og hefur einnig þjálfað félagslið í Þýskalandi. Þá var hann einn af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í handbolta á sínum tíma. „Auk menntunar og reynslu Geirs er hann öflugur leiðtogi og hefur farsæla reynslu af því að vinna með fólki. Það er ekki síst sá hæfileiki sem við leituðumst eftir í fari bæjarstjóra. Við erum full tilhlökkunar vegna komandi verkefna og samstarfs og bjóðum Geir og fjölskyldu velkomin í Hveragerði,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Geir þakkar nýjum meirihluta Hveragerðisbæjar fyrir traust sitt á sér sem og tækifærið sem hann fær nú. „Ég mun í góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa og starfsfólk Hveragerðisbæjar leggja mig allan fram við að gera góðan bæ enn betri. Tækifærin eru fjölmörg og spennandi tímar framundan í ört vaxandi og kraftmiklu sveitarfélagi sem Hveragerðisbær er,“ segir Geir. Ráðningarsamningur við Geir tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af næsta bæjarráðsfundi og birtur opinberlega í kjölfarið. Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01 Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Alls sóttu 23 um stöðu bæjarstjóra en fjórir drógu umsókn sína til baka. Geir var meðal umsækjenda. Geir er fæddur 1964 og hefur verið sjálfstætt starfandi síðustu tvö ár. Hann er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar í markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Geir þjálfaði íslenska karlalandsliðið í handbolta um tíma og hefur einnig þjálfað félagslið í Þýskalandi. Þá var hann einn af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins í handbolta á sínum tíma. „Auk menntunar og reynslu Geirs er hann öflugur leiðtogi og hefur farsæla reynslu af því að vinna með fólki. Það er ekki síst sá hæfileiki sem við leituðumst eftir í fari bæjarstjóra. Við erum full tilhlökkunar vegna komandi verkefna og samstarfs og bjóðum Geir og fjölskyldu velkomin í Hveragerði,“ segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, í tilkynningu á heimasíðu Hveragerðisbæjar. Geir þakkar nýjum meirihluta Hveragerðisbæjar fyrir traust sitt á sér sem og tækifærið sem hann fær nú. „Ég mun í góðu samstarfi við alla bæjarfulltrúa og starfsfólk Hveragerðisbæjar leggja mig allan fram við að gera góðan bæ enn betri. Tækifærin eru fjölmörg og spennandi tímar framundan í ört vaxandi og kraftmiklu sveitarfélagi sem Hveragerðisbær er,“ segir Geir. Ráðningarsamningur við Geir tekur formlega gildi þegar hann hefur verið staðfestur af næsta bæjarráðsfundi og birtur opinberlega í kjölfarið.
Hveragerði Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Tengdar fréttir Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01 Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40 Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. 8. júní 2022 13:01
Lokatölur úr Hveragerði: Sjálfstæðisflokkur missir meirihlutann Lokatölur eru komnar úr Hveragerði og Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum. 15. maí 2022 00:40
Ná saman í Hveragerði og auglýsa eftir bæjarstjóra Fulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins skrifuðu undir málefnasamning í Hveragerði í kvöld. Flokkarnir munu mynda meirihluta á komandi kjörtímabili. 25. maí 2022 22:28