Þegar þetta er ritað hefur um helmingur kylfinga lokið leik á fyrsta degi Opna breska meistaramótsins. Cameron Young hefur leikið manna best eins og áður segir og er tveimur höggum á undan Íranum Rory McIlroy sem situr í öðru sæti.
Cameron Young's -8 today is the lowest opening score in a player's first Open Championship round since 1934. pic.twitter.com/lIWsBrLaFU
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 14, 2022
Þá hefur áhugamaðurinn Barclay Brown komið skemmtilega á óvart, en hann situr ásamt sex öðrum kylfingum í fjórða sæti á fjórum höggum undir pari. Paul Casey og Scottie Scheffler hafa einnig leikið á fjórum höggum undir pari, en eru þó aðein rétt rúmlega hálfnaðir með hringinn.
Þá vekur athygli að Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar, hefur átt sannkallaða martraðarbyrjun. Woods fékk tvöfaldan skolla á fyrstu braut, par á annarri og svo skolla á þriðju og fjórðu. Þessi fimmtánfaldi risameistari er því á fjórum höggum yfir pari eftir fjórar holur.
It's not been the start Tiger Woods would have hoped for on day one.
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) July 14, 2022
Listen to live radio commentary of #TheOpen on @BBCSounds 📲🏌️♂️#BBCGolf #TheOpen
Að lokum má einnig nefna að Ian Poulter situr sem stendur í tíunda sæti listans á þremur höggum undir pari. Poulter fékk óblíðar móttökur þegar hann mætti til leiks í morgun, enda ekki vinsæll eftir að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Poulter svaraði því þó með stæl þegar hann setti niður tæplega fimmtíu metra pútt fyrir erni á níundu holu og þakkaði vel fyrir sig.
Over 160ft😳#The150thOpen pic.twitter.com/ZakuMSVB09
— The Open (@TheOpen) July 14, 2022