Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 16:46 Marcus Rashford, leikmaður Man United. Anusak Laowilas/Getty Images Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira