Sjáðu mögnuð sigurmörk Hollands og Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 15:01 Holland skoraði þrjú mörk gegn Portúgal í gær. Rico Brouwer/Getty Images Tveir hörkuleikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær. Holland vann dramatískan 3-2 sigur á Portúgal og Svíþjóð vann nauman 2-1 sigur á Austurríki. Damaris Egurolla kom Hollandi yfir eftir aðeins sjö mínútna leik gegn Portúgal með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri. Staðan orðin 1-0 og hún varð 2-0 ekki löngu síðar. Holland er komið yfir eftir glæsilegan skalla! Damaris Egurolla leikmaður Lyon með markið pic.twitter.com/m5ZsYUrZP5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Stephanie van der Gragt skoraði annað markið með skalla af stuttu færi eftir að Portúgal gat ekki komið boltanum frá eigin marki eftir hornspyrnu Spitse. Þetta hollenska landslið og föst leikatriði! Portúgalirnir ráða ekkert við þær appelsínugulu í teignum. 2-0 og van der Gragt fékk takka í andlitið en lætur það ekki á sig fá pic.twitter.com/bW3DnblmC8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Carole Costa minnkaði muninn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu en dómari leiksins tók sér góðan tíma í að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Á endanum var vítaspyrnu dæmd og Portúgal komst inn í leikinn. Hér má sjá brotið og VAR athugunina pic.twitter.com/1XOWDogDsU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Staðan var 2-1 í hálfleik en strax í upphafi þess síðari var staðan orðin 2-2. Holland náði ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Boltinn rataði til Costa á hægri vængnum sem átti gullfallega fyrirgjöf á kollinn á Diöna Silva og staðan orðin jöfn. Ótrúlegur viðsnúningur. Portúgal hefur jafnað leikinn í 2-2 með glæsilegum skalla Diönu Silva pic.twitter.com/TnEzG1j3yy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Holland hélt það hefði tekið forystuna á nýjan leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómarinn tók sér góðan tíma í að skoða marki og á endanum fór flaggið á loft. Hvað er að gerast í þessum leik?! Holland taldi sig hafa komist aftur yfir, 3-2, og allt ærðist hjá þeim appelsínugulu. Eftir langa athugun VAR var markið að lokum dæmt af vegna rangstöðu! pic.twitter.com/9WwDL75fiT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Hér má sjá rangstöðuna og ákvörðunina. pic.twitter.com/7r6wILN1sW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sigurmarkið kom hins vegar þegar rúm klukkustund var liðin. Danielle van de Donk með hamar utan af velli og staðan orðin 3-2. Reyndust það lokatölur og Holland komið með fjögur stig í C-riðli á meðan Portúgal er aðeins með eitt. Boom! Danielle van de Donk með alvöru skot utan af velli. Svona mark spilar maður aftur og aftur! pic.twitter.com/SuqVwqgSNk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Svíþjóðar og Sviss þá kom Fridolina Rolfö sínu liði yfir eftir glæsilegt samspil. Svíar eru komnir yfir gegn Sviss eftir glæsilegt samspil sem splundraði vörn Svisslendinga! pic.twitter.com/Vwhq5WkeXE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sviss jafnaði hins vegar um hæl. Svíar voru ekki lengi í paradís! Svissnesku stúlkurnar jöfnuðu nær samstundis. Leikurinn er kominn á fulla ferð! pic.twitter.com/GAq1qwAv3r— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Ungstirnið Hanna Bennison steig hins vegar upp og tryggði Svíum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur með frábæru skoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Hanna Bennison er ekki búin að vera lengi inn á en hefur strax sett mark sitt á leikinn. Hnitmiðað skot og Svíar leiða, 2-1! pic.twitter.com/WCa7tjuFj7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Lokatölur 2-1 og Svíþjóð með fjögur stig að loknum tveimur leikjum líkt og Holland á meðan Portúgal og Sviss eru aðeins með eitt stig. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00 Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira
Damaris Egurolla kom Hollandi yfir eftir aðeins sjö mínútna leik gegn Portúgal með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri. Staðan orðin 1-0 og hún varð 2-0 ekki löngu síðar. Holland er komið yfir eftir glæsilegan skalla! Damaris Egurolla leikmaður Lyon með markið pic.twitter.com/m5ZsYUrZP5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Stephanie van der Gragt skoraði annað markið með skalla af stuttu færi eftir að Portúgal gat ekki komið boltanum frá eigin marki eftir hornspyrnu Spitse. Þetta hollenska landslið og föst leikatriði! Portúgalirnir ráða ekkert við þær appelsínugulu í teignum. 2-0 og van der Gragt fékk takka í andlitið en lætur það ekki á sig fá pic.twitter.com/bW3DnblmC8— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Carole Costa minnkaði muninn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu en dómari leiksins tók sér góðan tíma í að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Á endanum var vítaspyrnu dæmd og Portúgal komst inn í leikinn. Hér má sjá brotið og VAR athugunina pic.twitter.com/1XOWDogDsU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Staðan var 2-1 í hálfleik en strax í upphafi þess síðari var staðan orðin 2-2. Holland náði ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Boltinn rataði til Costa á hægri vængnum sem átti gullfallega fyrirgjöf á kollinn á Diöna Silva og staðan orðin jöfn. Ótrúlegur viðsnúningur. Portúgal hefur jafnað leikinn í 2-2 með glæsilegum skalla Diönu Silva pic.twitter.com/TnEzG1j3yy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Holland hélt það hefði tekið forystuna á nýjan leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómarinn tók sér góðan tíma í að skoða marki og á endanum fór flaggið á loft. Hvað er að gerast í þessum leik?! Holland taldi sig hafa komist aftur yfir, 3-2, og allt ærðist hjá þeim appelsínugulu. Eftir langa athugun VAR var markið að lokum dæmt af vegna rangstöðu! pic.twitter.com/9WwDL75fiT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Hér má sjá rangstöðuna og ákvörðunina. pic.twitter.com/7r6wILN1sW— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sigurmarkið kom hins vegar þegar rúm klukkustund var liðin. Danielle van de Donk með hamar utan af velli og staðan orðin 3-2. Reyndust það lokatölur og Holland komið með fjögur stig í C-riðli á meðan Portúgal er aðeins með eitt. Boom! Danielle van de Donk með alvöru skot utan af velli. Svona mark spilar maður aftur og aftur! pic.twitter.com/SuqVwqgSNk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Svíþjóðar og Sviss þá kom Fridolina Rolfö sínu liði yfir eftir glæsilegt samspil. Svíar eru komnir yfir gegn Sviss eftir glæsilegt samspil sem splundraði vörn Svisslendinga! pic.twitter.com/Vwhq5WkeXE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Sviss jafnaði hins vegar um hæl. Svíar voru ekki lengi í paradís! Svissnesku stúlkurnar jöfnuðu nær samstundis. Leikurinn er kominn á fulla ferð! pic.twitter.com/GAq1qwAv3r— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Ungstirnið Hanna Bennison steig hins vegar upp og tryggði Svíum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur með frábæru skoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka. Hanna Bennison er ekki búin að vera lengi inn á en hefur strax sett mark sitt á leikinn. Hnitmiðað skot og Svíar leiða, 2-1! pic.twitter.com/WCa7tjuFj7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 13, 2022 Lokatölur 2-1 og Svíþjóð með fjögur stig að loknum tveimur leikjum líkt og Holland á meðan Portúgal og Sviss eru aðeins með eitt stig.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00 Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira
Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi. 13. júlí 2022 21:00
Svíar tylla sér á topp C-riðils eftir sigur á Sviss Svíþjóð tók stórt skref í áttina að 8-liða úrslitum eftir 2-1 sigur á Sviss á EM í Englandi í dag. 13. júlí 2022 18:00