Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 07:23 Milljónir tonna af kornvöru sitja föst í birgðageymslum Úkraínu vegna átkanna í landinu. epa/Sergei Ilnitsky Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira
Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Sjá meira