Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:21 Þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba gengu svo hart að Boris Johnson fráfarandi forsætisráðherra á breska þinginu í dag að þingforseti lét henda þeim út. AP/Andy Bailey Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Frambjóðendur þurftu að fá að lágmarki 30 atkvæði til að geta haldið áfram baráttunni um leiðtogasætið og þar með forsætisráðherraembættið. Í næstu umferðum dettur sá út sem fær fæst atkvæði. Sunak hlaut 88 atkvæði þingmanna flokksins í dag og Penny Mordaunt 67 atkvæði. Þar á eftir komu Liz Truss með 50, Kemi Badenoch með 40, Tom Tugendhat með 37 og Suella Braverman með 32. Nadim Zahawi og Jeremy Hunt féllu úr leik. Róstursamt var í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn skorska aðskilnaðarflokksins Alba vildu komast að til að mótmæla einum af síðustu embættisverkum Borisar Johnsons sem var að hafna beiðni stjórnvalda í Skotlandi um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi. Forsætisráðherrann komst ekki að fyrir framíköllum og var Sir Lindsay Hoyle forseti þingsins langt í frá ánægður með framgöngu skorsku þingmannanna. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins sagði tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba beinlínis að halda kjafti á þingfundi í dag eftir ítrekuð framíköll. Að lokum lét hann henda þingmönnunum út úr þingsal.Getty/House of Commons „Hr. forseti... á morgun,“ reyndi Johnson að byrja þar til forsetinn hrópaði: „Haldið kjafti í smá stund.“ Ef þingmenn verða ekki við tilmælum forseta á breska þinginu getur hann byrjað á viðvörun með því að nefna þá á nafn. Að lokum getur hann vísað þeim af þingfundi og sett þá í fundarbann í fimm daga en breska þingið fer í sumarfrí á föstudag í næstu viku. „Þögn í salnum! Ég segi við virðulegan herramann að ég læt slíka hegðun ekki viðgangast,“ hrópaði þingforsetinn þegar óróinn hélt áfram. Þingmennirnir létu hins vegar ekki segjast og voru þá ekki teknir neinum vettlingatökum. Fyrirspurnartíminn á breska þinginu í dag gæti hafa verið sá síðasti sem Boris Johnson tók þátt í sem forsætisráðherra. Hann sagðist stoltur af verkum sínum og stjórnar sinnar.AP/Andy Bailey „Neale Hanvey, ég nefni þig og Kenny MacAskill og skipa ykkur að yfirgefa þingsalinn. Þingverðir takið á þeim, takið á þeim. Út með ykkur. Þingverið fylgið þeim út. Fjarlægið þá, farið með þá út,“ skipaði þingforsetinn. Að endingu komst Johnson loksins að. „Það má með sanni segja að ég fer ekki á þeirri stundu sem ég hefði kosið. Sannarlega. En ég er hreykinn af góðu samstarfi okkar í málefnavinnu okkar bæði innanlands og utan. Hr. forseti. Ég er einnig hreykinn af leiðtogastarfi mínu,“ sagði Boris Johnson.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52 Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01 Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13. júlí 2022 17:52
Breyta kosningareglunum fyrir leiðtogakjörið Nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins verður kynntur til leiks þann 5. september næst komandi. Þetta var tilkynnt í gærkvöldi af 1922 nefndinni svo kölluðu sem sér um kjörið. 12. júlí 2022 07:01
Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11. júlí 2022 20:07