Fótbolti

Mörkin sem komu Þýska­landi í átta liða úr­slit og héldu vonum Dan­merkur á lífi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pernille Harder bjargaði Danmörku í gær.
Pernille Harder bjargaði Danmörku í gær. EPA-EFE/TIM KEETON

Tveir leikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær, þriðjudag. Þýskaland er komið í 8-liða úrslit eftir 2-0 sigur á Spáni og Danmörk á enn möguleika þökk sé sigurmarki Pernille Harder gegn Finnlandi.

B-riðill var nefndur dauðariðillinn fyrir mót og stendur undir nafni. Nú er ljóst að annað hvort Spánn eða Danmörk mun sitja eftir með sárt ennið. Þýskaland vann góðan 2-0 sigur á Spáni þökk sé mörkum Klöru Bühl strax á þriðju mínútu og Alexöndru Popp á 37. mínútu leiksins. 

Bühl skoraði með góðu skoti úr teignum á meðan Popp stangaði hornspyrnu Felicitas Rauch í netið. 

Pernille Harder sá til þess að Danmörk á enn möguleika þegar hún skallaði boltann yfir línuna nánast á línu þegar 18 mínútur voru til leiksloka í leik Dana og Finna.

Staðan í B-riðli er þannig að Þýskaland er á toppnum með sex stig og er komið áfram í 8-liða úrslit. Spánn og Danmörk eru með þrjú stig á meðan Finnland rekur lestina án stiga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×