Hin 25 ára gamla Miedema er þrátt fyrir ungan aldur markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins með 94 mörk í 112 leikjum.
Ásamt fyrirliðanum, og markverðinum, Sari van Veenendaal þá er miðjumaðurinn Jackie Groenen einnig frá en hún líkt og Miedema er í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Þetta eru því miður ekki einu smit mótsins til þessa en nokkrir leikmenn hafa nú greinst.
Vivianne Miedema to miss Netherlands clash with Portugal after Covid positive https://t.co/nZGSBFfQNi
— The Guardian (@guardian) July 12, 2022
Holland á því verðugt verkefni fyrir höndum sér er liðið mætir Sviss síðar í dag en bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu leikjum sínum í C-riðli Evrópumótsins. Sviss gegn Portúgal og Holland gegn Sviss.
Þar sem engar reglur eru um fjölda daga í einangrun eftir smit þá vonast Hollendingar til að Miedema verði búin að ná sér fyrir lokaleik riðlakeppninnar gegn Sviss þann 17. júlí næstkomandi.