Romano segir að viðræður séu komnar nokkuð á veg en Ajax hafi hafnað síðasta tilboð Manchester United í argentínska miðvörðinn.
Hins vegar sé enn samningsflötur og líklegt að félögin muni þokast í átt að samkomulagsátt við fundarborðið í dag.
Erik ten Hag þekkir kauða vel en hann stýrði honum hjá hollenska liðinu. Fari svo að kaupin gangi eftir verður Martinez önnur fjárfesting Erik ten Hag í sumar.
Í gær þreytti hollenski landsliðsbakvörðurinn Tyrell Malacia frumraun sína með Manchester United en hann kom frá Feyenood á dögunum.
Malacia var í liði Manchester United sem lagði erkifjanda sinn, Liverpool, með fjórum mörkum gegn engu í æfingaleik liðanna í Bangkok í Taílandi.