Spriklandi hressir og kátir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júlí 2022 20:04 Rut og Ágústa, sem eru með leikfimina hjá eldri borgurum og sjá um að halda uppi stuði í tímunum og sjá til þess að þátttakendur geri æfingarnar rétt og hafi gaman af þeim. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar í Grundarfirði slá ekki slöku við því þeir koma saman nokkrum sinnum í viku í íþróttahúsinu á staðnum til að hreyfa sig og gera fjölbreyttar leikfimisæfingar í þeim tilgangi að styrkja sál og líkama. Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Heilsuefling eldri borgara er eitt af þeim flottu verkefnum, sem eru í gangi í Grundarfirði þar sem íbúar á besta aldri fá leiðsögn frá frábærum kennurum hvernig best sé að styrkja líkamann og ekki síður sálina, því það er oft mjög glatt á hjalla í þessum tímum. „Við erum að æfa tvisvar í viku hér í íþróttahúsinu og tvisvar í viku niðri í líkamsræktinni, fjórum sinnum í viku allt árið,“ segir Rut Rúnarsdóttir, einkaþjálfari. Og Ágústa Einarsdóttir, sem er líka einkaþjálfari bætir við. „Það er mikil gleði í hópnum og þau eru að gefa okkur mikla gleði og svo erum við að reyna líka að gleðja þau til baka.“ „Þetta er skemmtun fyrst og fremst og maður verður svona aðeins hressari, svona líkamlega og andlega,“ segir Ólafur Guðmundsson. eldri borgari. Ólafur segir leikfimina hressa sig líkamlega og andlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er hopp og hí og gaman, félagsskapurinn er góður. Já, það er líka alltaf mikil og góð stemming hérna. Alltaf, yndislegar þessar stúlkur, sem eru með okkur hérna, stórkostlegar,“ segir Runólfur Guðmundsson, eldri borgari. Runólfur finnur sig vel í leikfiminni og hrósar leiðbeinendunum í hástert fyrir þeirra framlag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum dálítið fimar, sérðu það ekki, það er auðséð langar leiðir“, segir Jónína Kristjánsdóttir, eldri borgari og skellihlær. Jónína Kristjánsdóttir (t.v.) og Hulda Vilmundardóttir segjast vera mjög fimar eftir alla leikfimina enda standa þær sig afbragðs vel eins og allir aðrir í tímunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum bæði jákvæð og bjartsýn hérna í Grundarfirði,“ segir Hulda Vilmundardóttir, eldri borgari alsæl með leikfimina og að búa í Grundarfirði. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir leikfimina hjá þeim Rut og Ágúst frábæra og gefa eldri borgurum í Grundarfirði mikið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira