Þá fjöllum við líka um nýja skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem sýnir að konur sem vinna fulla vinnu eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla.
Við segjum frá því að ríkið áformar að mæta ríflega helmingi kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu.
Þá verður einnig fjallað um hitabylgjuna sem gengur yfir sunnanverða Evrópu og hittum hressa eldri borgara í Grundarfirði.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.