Johnson segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júlí 2022 11:45 Johnson sagði af sér í síðustu viku eftir röð hneykslismála og fjölda vantraustsyflrýsinga af hálfu samflokksmanna sinna. epa/Tolga Akmen „Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins. Johnson ræddi stuttlega við blaðamenn í dag en hann sagði af sér í síðustu viku, eftir að fjöldi ráðherra og annarra háttsettra embættismanna sagði af sér og lýsti yfir vantrausti á hann sem forsætisráðherra. Samkvæmt breskum miðlum var hvíslað um það um helgina að Johnson myndi sjálfur sækjast eftir leiðtogaembættinu en það var dregið til baka, enda segir í kosningalögum Íhaldsflokksins að leiðtogi sem hefur sagt af sér megi ekki bjóða sig fram í næstu leiðtogakosningum. Ellefu vilja hnossið; Kemi Badenoch, Suella Braverman, Rehman Chishti, Jeremy Hunt, Sajid David, Penny Mordaunt, Grant Shapps, Rishi Sunak, Liz Truss, Ton Tugendhat og Nadhim Zahawi. Johnson sagði við blaðamenn í morgun að hann hygðist stýra skipinu næstu vikurnar, þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn, og framfylgja þeirri stefnu sem kjósendur hefðu lagt stuðning sinn við í síðustu kosningum. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði af samflokksmönnum sínum og stjórnarandstöðunni að ætla að vera við völd fram í október og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hótað því að leggja fram vantrauststillögu á þinginu ef Íhaldsmenn koma Johson ekki sjálfir frá. Bretland Tengdar fréttir Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12 Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Johnson ræddi stuttlega við blaðamenn í dag en hann sagði af sér í síðustu viku, eftir að fjöldi ráðherra og annarra háttsettra embættismanna sagði af sér og lýsti yfir vantrausti á hann sem forsætisráðherra. Samkvæmt breskum miðlum var hvíslað um það um helgina að Johnson myndi sjálfur sækjast eftir leiðtogaembættinu en það var dregið til baka, enda segir í kosningalögum Íhaldsflokksins að leiðtogi sem hefur sagt af sér megi ekki bjóða sig fram í næstu leiðtogakosningum. Ellefu vilja hnossið; Kemi Badenoch, Suella Braverman, Rehman Chishti, Jeremy Hunt, Sajid David, Penny Mordaunt, Grant Shapps, Rishi Sunak, Liz Truss, Ton Tugendhat og Nadhim Zahawi. Johnson sagði við blaðamenn í morgun að hann hygðist stýra skipinu næstu vikurnar, þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn, og framfylgja þeirri stefnu sem kjósendur hefðu lagt stuðning sinn við í síðustu kosningum. Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði af samflokksmönnum sínum og stjórnarandstöðunni að ætla að vera við völd fram í október og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hótað því að leggja fram vantrauststillögu á þinginu ef Íhaldsmenn koma Johson ekki sjálfir frá.
Bretland Tengdar fréttir Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12 Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39 Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15 „Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01 Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10. júlí 2022 23:12
Mordaunt vill verða arftaki Boris Johnson Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands hefur tilkynnt framboð sitt til leiðtogasætis breska Íhaldsflokksins. 10. júlí 2022 09:39
Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni. 9. júlí 2022 12:15
„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“ Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri. 8. júlí 2022 18:01
Rishi Sunak tilkynnir um framboð sitt með tilfinningaþrungnu myndbandi Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Borisar Johnson, tilkynnti á fjórða tímanum að hann hygðist bjóða sig fram sem næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. 8. júlí 2022 16:33