Það var snemma hvað stefndi í en Grace Geyoro kom Frakklandi yfir strax á 9. mínútu leiksins. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir mark frá markamaskínunni Marie-Antoinette Katoto.
Það var Frakkland sem skorar fyrsta markið á móti Ítalíu, markið skoraði Grace Geyone á 9.mínútu leiksins pic.twitter.com/2OqJUo7L47
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Yfirburðir Frakka eru miklir á móti Ítalíu - komin tvö mörk í leikinn, bæði frá Frakklandi. Annað mark Frakka skorar leikmaðurinn með stóra nafnið Marie-Antoinetta Katoto pic.twitter.com/oeDRlyVM2F
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Eftir það róaðist leikurinn aðeins en Delphine Cascarino skoraði með þrumuskoti á 38. mínútu og Geyoro bætti svo við öðru og þriðja marki sínu áður en fyrri hálfleik lauk. Staðan 5-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Frakkland er með þvílíka yfirburði í þessum leik á móti Ítalíu - staðar er núna 3-0. Mark á 38.mínútu frá Delphine Cascarino pic.twitter.com/zMShmEzifR
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Þvílík frammistaða hjá Frökkum - það er komið 4-0 á móti Ítalíu. Það var annað markið sem Grace Geyoro skorar í þessum leik. pic.twitter.com/Yeyy1xBWkV
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Hvar endar þetta eiginlega, Frakkar komnir í 5-0 og enn var það Grace Geyoro sem skorar og er komin með þrennu í þessum leik og það er bara rétt fyrri hálfleikur. pic.twitter.com/DNSwtcVD8L
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Franska liðið róaðist heldur í síðari hálfleik og ljóst var að liðið var þegar farið að huga að leiknum gegn Belgíu á fimmtudaginn kemur. Það nýtti Ítalía sér en Martina Piemonte minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur lifði leiks og þar við sat, lokatölur 5-1.
Þar kom að því að Ítalía minnkaði örlítið muninn, Martina Piemonte kemur Ítalíu aðeins á bragðið með fyrsta marki liðsins í þessum leik. pic.twitter.com/iJ84db7hw7
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2022
Eftir fyrstu umferð D-riðils er Frakkland á toppnum með þrjú stig, þar á eftir koma Belgía og Ísland með eitt stig á meðan Ítalía er án stiga.