Eitrað fyrir Valverde og hann rændur á Ibiza Atli Arason skrifar 10. júlí 2022 08:00 Federico Valverde er leikmaður Real Madrid. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Federico Valverde, leikmaður Real Madrid, og kærasta hans, Mina Bonino, voru að njóta sumarfrísins saman á Ibiza þegar óprúttnir aðilar eitruðu fyrir þeim. Það er Marca sem greinir frá þessu en grunur liggur á að kokkurinn sem eldaði matinn þeirra hafi eitrað fyrir þeim. Á meðan þau lágu í valnum hurfu hátt í 10.000 evrur í reiðufé, u.þ.b. ein og hálf milljón íslenska króna, úr húsi þeirra á Ibiza. Bonino greinir frá atvikinu á Instagram síðu sinni. „Þegar við komum í húsið var kokkurinn þar nú þegar. Hann sagði mér það væri bara einn lykill af húsinu og hann ætlaði að taka lykill með sér svo hann gæti komist inn næsta morgun og eldað morgunmat án þess að ónáða okkur. Morguninn eftir gat ég ekki einu sinni staðið upp og allt í kringum mig snerist í hringi. Mér leið mjög illa,“ skrifaði Bonino. „Stuttu síðar kemst ég niður á neðri hæðina og þá sé ég ferðatöskurnar mínar á gólfinu og allt í óreiðu. Ég skildi ekki hvað var í gangi en þegar við lögðum af stað á ströndina þá sneri ég við til þess að ná í pening. Ég fór inn og náði í veskið og tók þá eftir því að var tómt. Þá kom kokkurinn sem sagði mér að allt hafi verið í óreiðu þegar hann kom sjálfur inn fyrr um morguninn.“ Parið fór síðar á spítala þar sem gerðar voru blóðprófanir fyrir öllum helstu eiturlyfjum eins og kókaíni, marijúana, amfetamíni og alsælu. Allar prófanir voru neikvæðar. „Við eyddum öllum deginum á spítalanum að kasta upp. Við vorum sennilega rænd af einhverjum kunningjum okkar sem sáu mig sofandi nakta og það truflar mig hvað mest,“ skrifaði Mina Bonino, kærasta Federico Valverde, að lokum. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Það er Marca sem greinir frá þessu en grunur liggur á að kokkurinn sem eldaði matinn þeirra hafi eitrað fyrir þeim. Á meðan þau lágu í valnum hurfu hátt í 10.000 evrur í reiðufé, u.þ.b. ein og hálf milljón íslenska króna, úr húsi þeirra á Ibiza. Bonino greinir frá atvikinu á Instagram síðu sinni. „Þegar við komum í húsið var kokkurinn þar nú þegar. Hann sagði mér það væri bara einn lykill af húsinu og hann ætlaði að taka lykill með sér svo hann gæti komist inn næsta morgun og eldað morgunmat án þess að ónáða okkur. Morguninn eftir gat ég ekki einu sinni staðið upp og allt í kringum mig snerist í hringi. Mér leið mjög illa,“ skrifaði Bonino. „Stuttu síðar kemst ég niður á neðri hæðina og þá sé ég ferðatöskurnar mínar á gólfinu og allt í óreiðu. Ég skildi ekki hvað var í gangi en þegar við lögðum af stað á ströndina þá sneri ég við til þess að ná í pening. Ég fór inn og náði í veskið og tók þá eftir því að var tómt. Þá kom kokkurinn sem sagði mér að allt hafi verið í óreiðu þegar hann kom sjálfur inn fyrr um morguninn.“ Parið fór síðar á spítala þar sem gerðar voru blóðprófanir fyrir öllum helstu eiturlyfjum eins og kókaíni, marijúana, amfetamíni og alsælu. Allar prófanir voru neikvæðar. „Við eyddum öllum deginum á spítalanum að kasta upp. Við vorum sennilega rænd af einhverjum kunningjum okkar sem sáu mig sofandi nakta og það truflar mig hvað mest,“ skrifaði Mina Bonino, kærasta Federico Valverde, að lokum.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira