Lífeyristryggingakerfið þjóni ekki lengur markmiði sínu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2022 20:31 Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. einar árnason Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir lífeyristryggingakerfið ekki lengur þjóna markmiði sínu. Slæmar breytingar hafi verið gerðar á kerfinu fyrir sex árum sem valda því að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs. Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þróun lífeyristryggingakerfisins hefur löngum verið milli tannana á fólki. Kerfið byggir á þremur meginstoðum sem eru almannatryggingakerfi, lífeyrissjóðakerfi og viðbótarlífeyrissparnaður. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að til að kerfið þjóni markmiði sínu eigi almannatryggingakerfið að vera grunnstoð og lífeyrissjóðakerfið og viðbótarlífeyrissparnaðurinn koma sem viðbót við almannatryggingarkerfið, en ekki í staðinn fyrir grunnlífeyrinn. „Í dag er búið að snúa kerfinu eiginlega á hvolf. Við byrjum á því að segja að lífeyrissjóðirnir séu grunnstoðin. Það þekkist hvergi. Alls ekki. Alls staðar eru almannatryggingar grunnstoð og svo koma lífeyrissjóðirnir sem viðbót,“ sagði Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Grefur undan lífeyrissjóðakerfinu Slíkur viðsnúningur hafi slæmar afleiðingar í för með sér. „Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóð í gegnum tíðina eru með lægri lífeyri heldur en þeir væntu frá almannatryggingum og margir hafa engan lífeyri frá almannatryggingum því þeir eru með þokkalegan lífeyri frá lífeyrissjóðunum. Það grefur undan lífeyrissjóðakerfinu.“ Þá segir hann að sérstaklega hafi verið bagalegt þegar grunnlífeyrinum og tekjutryggingunni var árið 2016 steypt saman í einn bótaflokk sem nú nefnist ellilífeyrir. Aðgerðin hafi verið hugsuð sem einföldun á bótakerfinu en hafi að mati Hrafns í för með sér að slóð grunnlífeyris sé nú hulin. „Það var aldrei hugsunin“ Því þjóni kerfið í dag ekki upphaflegu markmiði sínu. „Það eru hér þúsundir lífeyrisþegar, eldra fólk, sem fær ekki krónu frá tryggingastofnun. Það var aldrei hugsunin. Aldrei.“ Hann segir að endurskoða þurfi kerfið. „Og þessi hugsun, að almannatryggingar eru grunnstoðin og svo koma lífeyrissjóðirnir. Það skiptir miklu máli að almannatryggingar eiga ekki að vera fátækrastofnun, en það virkar þannig í dag. Að þeir tekjulægstu þeir eiga að fá eingöngu bætur frá almannatryggingakerfinu. Því þarf að breyta, þeirri hugsun.“ Í grafík í sjónvarpsfréttinni stendur að lífeyrisjóðakerfið sé opinbert lífeyriskerfi með skylduaðild allra landsmanna. Það er ekki rétt. Hið rétta er að kerfið byggir á skylduaðild allra sem eru starfandi á aldrinum sextán ára til sjötugs.
Eldri borgarar Tryggingar Lífeyrissjóðir Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira