Blatter og Platini sýknaðir af ásökunum um spillingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 08:30 Sepp Blatter og Michel Platini hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu. Shaun Botterill/Getty Images Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, og Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, hafa verið sýknaðir af ásökunum um spillingu, en dómurinn var kveðinn upp í Sviss í morgun. Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn. FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Blatter, sem var forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA í 17 ár, var sýknaður af ásökunum um fjársvik og fleiri brot af alríkisglæpadómstólnum í svissnesku borginni Bellinzona. Platini, fyrrum forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA og varaforseti FIFA, var einnig sýknaður. Árið 2019 hóf FIFA málsókn gegn þeim Blatter og Platini þar sem markmið málsóknarinnar er að endurheimta peningana sem Michel Platini fékk „undir borðið“ frá Sepp Blatter í janúar árið 2011. Um var að ræða tvær milljónir svissneska franka sem Platini fékk inn á reikninginn sinn, sem samsvaraði um 250 milljónum íslenskra króna. Báðir voru dæmdir sekir fyrir mútur í þessu máli og misstu háttsetta stöðu sína innan fótboltaheimsins. Báðir höfðu þeir neitað ásökunum og sagt að millifærslan hafi verið greiðsla fyrir ráðgjafavinnu Platinis fyrir FIFA. „Ég er ekki saklaus í mínu lífi, en í þessu máli er ég saklaus,“ sagði Blatter við komu sína í dómshúsið í morgun. Blatter var forseti FIFA í 17 ár áður en hann var rekinn árið 2015. Platini var við stjórnvölin hjá UEFA í átta ár áður en hann yfirgaf stöðu sína sama dag og kollegi sinn.
FIFA UEFA Sviss Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01 Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16 Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06 FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. 8. júní 2022 11:01
Blatter og Platini ákærðir í Sviss Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini. 2. nóvember 2021 15:16
Hefja rannsókn á forseta FIFA í Sviss Sérstakur saksóknari í Sviss hefur hafið rannsókn á máli Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Vísbendingar eru sagðar hafa fundist um glæpsamlegt athæfi í umdeildum samskiptum Infantino við ríkissaksóknara Sviss. 30. júlí 2020 13:06
FIFA stefnir Sepp Blatter og Michel Platini og vill fá allar milljónirnar aftur Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur hafið málsókn gegn fyrrum forseta og fyrrum varaforseti sambandsins en þetta eru þeir Sepp Blatter og Michel Platini. 16. desember 2019 14:30