Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2022 11:57 Iða Marsibil Jónsdóttir mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi hjá Grímsnes- og Grafningshrepp. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita sveitarstjórnar. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Því fékk E-listinn meirihluta í sveitarstjórn. „Það er ánægjulegt að fá Iðu Marsibil í starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Hún kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærð um að hún muni reynast sveitarfélaginu öflugur liðssyrkur í þeim verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum Iðu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ása Valdís. Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018–2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum í nýju hlutverki, einnig er ég þakklát fyrir það traust sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sýnir mér með ráðningunni. Grímsnes- og Grafningshreppur er frábærlega vel staðsett sveitarfélag með mikla möguleika, svæðið er mér hugleikið og hlakka ég til að taka þátt og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Iða Marsibil. Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi og bíða hennar veigamikil og spennandi verkefni. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, sannauðs- og gæðastjóri Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga Erna Reynisdóttir. framkvæmdastjóri Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi Kristján Guðmundsson, Landsbankinn hf. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita sveitarstjórnar. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Því fékk E-listinn meirihluta í sveitarstjórn. „Það er ánægjulegt að fá Iðu Marsibil í starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Hún kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærð um að hún muni reynast sveitarfélaginu öflugur liðssyrkur í þeim verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum Iðu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ása Valdís. Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018–2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum í nýju hlutverki, einnig er ég þakklát fyrir það traust sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sýnir mér með ráðningunni. Grímsnes- og Grafningshreppur er frábærlega vel staðsett sveitarfélag með mikla möguleika, svæðið er mér hugleikið og hlakka ég til að taka þátt og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Iða Marsibil. Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi og bíða hennar veigamikil og spennandi verkefni. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, sannauðs- og gæðastjóri Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga Erna Reynisdóttir. framkvæmdastjóri Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi Kristján Guðmundsson, Landsbankinn hf. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri Örn Þórðarson, borgarfulltrúi
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira