Uppselt á Old Trafford þar sem England hefur leik á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2022 13:31 Lauren Hemp og Leah Williamson skemmta sér konunglega á æfingu. Þær eru hluti af einstaklega spennandi landsliði Englands. Lynne Cameron/Getty Images Það er gríðarleg spenna fyrir Evrópumóti kvenna í fótbolta sem hefst síðar í dag þegar England mætir Austurríki á Old Trafford. Uppselt er á leikinn og er Englendingurinn þegar farinn að velta fyrir sér, er hann að koma heim? Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Þegar kemur að fótbolta eru fáar þjóðir jafn fljótar að fara fram úr sér og Englendingar. Eftir frábæran árangur Englands á Evrópumóti karla síðasta sumar þá er spennan gríðarleg fyrir komandi Evrópumóti kvenna. Ekki er nóg með að mótið fari fram í Englandi heldur er uppselt á Old Trafford, heimavöll Manchester United, og samkvæmt Opta er England líklegasti sigurvegari mótsins ásamt Frakklandi. Grab yourself some paracetamol, as there's a case of Euro 2022 FEVER today. Ahead of England vs. Austria tonight, check out all out our #WEURO2022 preview content. Group previews. Tournament predictions. Players to watch. — The Analyst (@OptaAnalyst) July 6, 2022 Sem stendur eru 19 prósent líkur að England sigri Evrópumótið. Liðið hefur verið hreint út sagt frábært í undankeppni HM 2023 og virðist sem ráðningin á hinni hollensku Sarina Wiegman hafi verið besta ákvörðun enska knattspyrnusambandsins í fleiri ár. Hin 52 ára Wiegman er þaulreynd og hefur gert enska liðið að ógnarsterku liði sem er til alls líklegt. Liðið býr yfir mikilli reynslu í leikmönnum á borð við Millie Bright, Lucy Bronze, Fran Kirby og Ellen White. Að sama skapi er liðið fullt af gríðarlega efnilegum og hæfileikaríkum leikmönnum, má þar nefna Lauren Hemp, Alessia Russo og Georgia Stanway. England leikur í A-riðli ásamt Austurríki, Noregi og Norður-Írlandi. Mótið hefst fyrir framan rúmlega 70 þúsund manns á Old Trafford í Manchester þegar England tekur á móti Austurríki. Það er gríðarleg spenna fyrir mótinu í Englandi og er enska þjóðin þegar farin að syngja með laginu „Three Lions“ eða eins og það er betur þekkt: „Football´s Coming Home.“ Nú er bara að bíða og sjá hvort England standi sig á stóra svðinu eða geri í buxurnar eins og svo oft áður þegar pressan er hvað mest.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira