Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:00 Alexia Putellas á landsliðsæfingu. Oscar J. Barroso/Getty Images Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00