Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:00 Alexia Putellas á landsliðsæfingu. Oscar J. Barroso/Getty Images Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas) Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Pernille Harder (Danmörk) Pernille Harder í leik Danmerkur og Brasilíu á dögunum.EPA-EFE/Liselotte Sabroe Hina 29 ára gömlu Pernille Harder þarf vart að kynna til sögunnar. Spilaði með Söru Björk Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg áður en Chelsea gerði hana að dýrasta leikmanni sögunnar. Er framherji sem elskar að skora en einnig að tengja spil. Raðar inn mörkum ásamt því að búa til færi fyrir samherja sína. Var valin leikmaður ársins af UEFA bæði 2018 og 2020. View this post on Instagram A post shared by Pernille Harder (@pharder10) Natalia Kuikka (Finnland) Natalia Kuikka í landsleik Finnlands og Írlands í undankeppni HM 2023.EPA-EFE/MAURI RATILAINEN Hin 26 ára gamla Natalia Kuikka er án efa skærasta stjarna Finnlands. Hafði spilað töluvert í Finnlandi áður en hún hélt í Bandaríska háskólaboltann árið 2015. Spilaði þar með Florida State, skóla sem við Íslendingar könnumst ágætlega við. Er miðjumaður sem spilar í dag með Portland Thorns eftir að hafa einnig spilað í Finnlandi og Svíþjóð. View this post on Instagram A post shared by Natalia Kuikka (@nataliakuikka) Sara Däbritz (Þýskaland) Sara Däbritz í leik með Þýskalandi á HM 2019.EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Hin 27 ára gamla Sara Däbritz hefur undanfarin ár spilað fyrir París Saint-Germain en mun leika fyrir Frakklands- og Evrópumeistara Lyon á næstu leiktíð. Þessi öflugi miðjumaður hefur einnig spilað fyrir Bayern München á ferli sínum. Er hún prímusmótor þýska liðsins og hefur spilað 86 A-landsleiki til þessa. View this post on Instagram A post shared by Sara Da britz (@sara.daebritz13) Alexia Putellas (Spánn) Alexia Putellas.Getty/Pedro Salado Hin 28 ára gamla Alexia Putellas er án efa ein albesta knattspyrnukona heims og mögulega sögunnar. Er stór ástæða ótrúlegs gengis Barcelona undanfarin misseri og vann Gullknöttinn á síðasta ári ásamt því að vera valin best af UEFA og FIFA, eitthvað sem enginn hafði gert áður. Spilar á miðjunni og virðist geta gert allt, raðar inn mörkum ásamt því að stýra spili liðsins. View this post on Instagram A post shared by Alexia Putellas (@alexiaputellas)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, Undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. 3. júlí 2022 10:00