Rósa með rúmlega 2,2 milljónir í laun á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 09:03 Ráðningarsamningur Hafnarfjarðarbæjar við Rósu Guðbjartsdóttur var samþykktur á bæjarráðsfundi í gær. Vísir/Vilhelm Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti ráðningarsamning við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarráðs í gær. Hún fær rúmar 2,2 milljónir í laun á mánuði þegar yfirvinnutímar, ökutækjastyrkur og laun fyrir störf hennar sem bæjarfulltrúi bætast ofan á grunnlaun hennar. Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Í drögum að ráðningarsamningnum sem bæjarstjórn samþykkti í gær stendur að laun bæjarstjóra fyrir dagvinnu skuli vera 1.247.787 krónur og að dagvinnulaun á samningstímanum taki breytingum tvisvar á ári, 1. janúar og 1. júlí, ár hvert í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands. Þá segir að föst yfirvinna bæjarstjóra séu 50 tímar á mánuði sem samkvæmt útreikningi Fréttablaðsins gera 647.913 krónur. Samkvæmt samningnum fær bæjarstjóri einnig greiddan aksturskostnað sem nemur 500 kílómetrum á mánuði auk kostnaðar af síma og nettengingu. Ökutækjastyrkurinn nemur því 63.500 krónum. Þegar yfirvinnutímarnir, ökutækjastyrkurinn og laun sem Rósa fær fyrir störf sín sem bæjarfulltrúi bætast við grunnlaun hennar fara heildarlaun hennar upp í rúmlega 2,2 milljónir á mánuði. Tillaga um launalækkun felld Á fundinum lagði Jón Ingi Hákonarson, fulltrúi Viðreisnar, til að laun Rósu fylgdu ráðherralaunum, yrðu 1.826.273 krónur og ökutækjastyrkur yrði afnuminn og í staðinn greitt samkvæmt raunverulegum akstri bæjarstjóra. Sú tillaga var felld af meirihlutanum en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Einnig lagði Jón Ingi til að gerð yrði starfslýsing á starfi bæjarstjóra þar sem starfssvið, réttindi og skyldur yrðu skilgreind, það myndi auka gagnsæi stjórnsýslunnar og gera hana faglegri. Sú tillaga var einnig felld af meirihlutanum. Í kjölfarið var ráðningarsamningur bæjarstjóra tekinn til afgreiðslu og samþykktur með þremur atkvæðum frá fulltrúum meirihluta. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu í kjölfarið fram eftirfarandi bókun: „Ráðning bæjarstjóra er á ábyrgð meirihluta bæjarstjórnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, með stuðningi fulltrúa Viðreisnar. Samfylkingin sat þar hjá. Sama gildir um tillögu um kaup og kjör bæjarstjóra. Ábyrgð á þeirri niðurstöðu er eftir sem áður á hendi meirihluta bæjarstjórnar.“ Tengd skjöl Ráðningarsamningur_Rósu_GuðbjartsdótturPDF486KBSækja skjal
Hafnarfjörður Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent