Ten Hag lætur til sín taka á æfingasvæðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2022 07:01 Erik ten Hag, þjálfari Manchester United. Ash Donelon/Getty Images Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United mættu hófu undirbúningstímabil sitt á mánudaginn. Þeir hafa nú fengið eina viku með nýjum þjálfara liðsins og virðist sem hann hugi að hverju smáatriði ásamt því að bjóða upp á virkilega þungar æfingar. Eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax var Erik ten Hag ráðinn þjálfari Man United. Félagið er í leit að manni til að lyfta því upp í hæstu hæðir og vonast til að Hollendingurinn geti gert það sem David Moyes, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick tókst ekki. Þó félagið hafi ekki enn opnað veskið þá mættu leikmenn liðsins til æfinga á mánudaginn var og fengu að kynnast nýja þjálfaranum. „Mikill ákafi, ekki aðeins á líkamlega þáttinn heldur einnig þann andlega. Hann vill að þú hugsir, hugsir og hugsir meira,“ sagði einn af aðalliðsleikmönnum Man United í viðtali við Sky Sports. Another hard day of work at Carrington #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 30, 2022 Samkvæmt frétt Sky Sports um fyrstu viku Man United undir stjórn Ten Hag þá hefur það komið á óvart hversu virkur hann er á æfingasvæðinu og hversu mikið leikmenn sjá af boltanum. Á undirbúningstímabili er venjan oftar en ekki sú að menn hlaupa töluvert án bolta en það virðist ekki vera þannig hjá Ten Hag. Ólíkt forverum sínum þá eru Ten Hag, og aðstoðarmenn hans – Mitchell van der Gaag og Steve McClaren – mjög duglegir að stöðva æfingar ef þeim finnst leikmenn ekki vera gera æfinguna eins og þeir vilja að hún sé gerð. Ten Hag vill að leikmönnum líði vel með boltann og taki réttar ákvarðanir. Hann hefur ítrekað heyrst segja „ekki nægilega gott, gefðu mér allt sem þú átt“ við leikmenn liðsins á undanförnum dögum. Listen in #MUFC pic.twitter.com/tMxwSfBGL6— Manchester United (@ManUtd) June 29, 2022 Flestir leikmenn liðsins virðast taka vel í þetta sem og þá ákvörðun Ten Hag að allir leikmenn skulu vera mættir til vinnu klukkan 09.00 á morgnanna. Vill klára öll félagaskipti fyrir 8. júlí Þó svo að Ten Hag hafi fyrst um sinn sagt að Man United ætti að vera klárt með leikmannahóp sinn þegar undirbúningstímabilið færi af stað þá vill hann ekki bíða lengur en til 8. júlí. Man Utd hefur verið á höttunum á eftir hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong en sá virðist ekki vilja yfirgefa Barcelona. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er í þann mund að ganga til liðs við félagið frá Feyenoord og þá er talið að bæði danski miðjumaðurinn Christian Eriksen og brasilíski vængmaðurinn Antony séu á leiðinni. Einnig er félagið orðað við Argentínumanninn Lisandro Martínez en sá spilar með Ajax og þekkir því Ten Hag vel. Ekkert er farið yfir þá leikmenn sem Ten Hag gæti viljað losa sig við. Markvörðurinn Dean Henderson er orðaður við nýliða Nottingham Forest en hann er líklegri til að fara þangað á láni frekar en að Forest kaupi hann alfarið. Miðjumaðurinn James Garnar var á láni hjá Forest á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn. Vinstri bakvörðurinn Malacia er svo einn fjögurra leikmanna sem getur leyst þá stöðu. Ásamt honum eru þeir Luke Shaw, Alex Telles og Brandon Williams allir vanir að spila stöðu vinstri bakvarðar. Sá síðarnefndi getur einnig spilað hægri bakvörð en þar eru fyrir tveir leikmenn. Phil Jones verður að öllum líkindum ekki áfram hjá Man Utd.Getty/Matthew Peters Talið er að Phil Jones megi finna sér nýtt lið og má reikna með að Eric Bailly og Axel Tuanzebe séu falir fyrir rétt verð. Fulham vill fá miðjumanninn Andreas Pereira en hann ku vilja halda heim til Brasilíu. Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial var búinn að gefa út að hann vildi yfirgefa félagið og þá er ólíklegt að Amad Diallo og Facundo Pellistri fái mörg tækifæri í vetur. Sömu sögu er að segja af Tahith Chong sem virðist vera á leið heim til Feyenoord. Það er því nær öruggt að leikmannahópur Man Utd mun taka miklum breytingum áður en Man Utd mætir Brighton & Hove Albion þann 7. ágúst næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax var Erik ten Hag ráðinn þjálfari Man United. Félagið er í leit að manni til að lyfta því upp í hæstu hæðir og vonast til að Hollendingurinn geti gert það sem David Moyes, Louis van Gaal, José Mourinho, Ole Gunnar Solskjær og Ralf Rangnick tókst ekki. Þó félagið hafi ekki enn opnað veskið þá mættu leikmenn liðsins til æfinga á mánudaginn var og fengu að kynnast nýja þjálfaranum. „Mikill ákafi, ekki aðeins á líkamlega þáttinn heldur einnig þann andlega. Hann vill að þú hugsir, hugsir og hugsir meira,“ sagði einn af aðalliðsleikmönnum Man United í viðtali við Sky Sports. Another hard day of work at Carrington #MUFC— Manchester United (@ManUtd) June 30, 2022 Samkvæmt frétt Sky Sports um fyrstu viku Man United undir stjórn Ten Hag þá hefur það komið á óvart hversu virkur hann er á æfingasvæðinu og hversu mikið leikmenn sjá af boltanum. Á undirbúningstímabili er venjan oftar en ekki sú að menn hlaupa töluvert án bolta en það virðist ekki vera þannig hjá Ten Hag. Ólíkt forverum sínum þá eru Ten Hag, og aðstoðarmenn hans – Mitchell van der Gaag og Steve McClaren – mjög duglegir að stöðva æfingar ef þeim finnst leikmenn ekki vera gera æfinguna eins og þeir vilja að hún sé gerð. Ten Hag vill að leikmönnum líði vel með boltann og taki réttar ákvarðanir. Hann hefur ítrekað heyrst segja „ekki nægilega gott, gefðu mér allt sem þú átt“ við leikmenn liðsins á undanförnum dögum. Listen in #MUFC pic.twitter.com/tMxwSfBGL6— Manchester United (@ManUtd) June 29, 2022 Flestir leikmenn liðsins virðast taka vel í þetta sem og þá ákvörðun Ten Hag að allir leikmenn skulu vera mættir til vinnu klukkan 09.00 á morgnanna. Vill klára öll félagaskipti fyrir 8. júlí Þó svo að Ten Hag hafi fyrst um sinn sagt að Man United ætti að vera klárt með leikmannahóp sinn þegar undirbúningstímabilið færi af stað þá vill hann ekki bíða lengur en til 8. júlí. Man Utd hefur verið á höttunum á eftir hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong en sá virðist ekki vilja yfirgefa Barcelona. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er í þann mund að ganga til liðs við félagið frá Feyenoord og þá er talið að bæði danski miðjumaðurinn Christian Eriksen og brasilíski vængmaðurinn Antony séu á leiðinni. Einnig er félagið orðað við Argentínumanninn Lisandro Martínez en sá spilar með Ajax og þekkir því Ten Hag vel. Ekkert er farið yfir þá leikmenn sem Ten Hag gæti viljað losa sig við. Markvörðurinn Dean Henderson er orðaður við nýliða Nottingham Forest en hann er líklegri til að fara þangað á láni frekar en að Forest kaupi hann alfarið. Miðjumaðurinn James Garnar var á láni hjá Forest á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn. Vinstri bakvörðurinn Malacia er svo einn fjögurra leikmanna sem getur leyst þá stöðu. Ásamt honum eru þeir Luke Shaw, Alex Telles og Brandon Williams allir vanir að spila stöðu vinstri bakvarðar. Sá síðarnefndi getur einnig spilað hægri bakvörð en þar eru fyrir tveir leikmenn. Phil Jones verður að öllum líkindum ekki áfram hjá Man Utd.Getty/Matthew Peters Talið er að Phil Jones megi finna sér nýtt lið og má reikna með að Eric Bailly og Axel Tuanzebe séu falir fyrir rétt verð. Fulham vill fá miðjumanninn Andreas Pereira en hann ku vilja halda heim til Brasilíu. Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial var búinn að gefa út að hann vildi yfirgefa félagið og þá er ólíklegt að Amad Diallo og Facundo Pellistri fái mörg tækifæri í vetur. Sömu sögu er að segja af Tahith Chong sem virðist vera á leið heim til Feyenoord. Það er því nær öruggt að leikmannahópur Man Utd mun taka miklum breytingum áður en Man Utd mætir Brighton & Hove Albion þann 7. ágúst næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira