Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2022 10:42 Konur grípa víst til hernaðaraðgerða, segir Pútín og bendir á Margaret Thatcher máli sínu til stuðnings. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. „Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira
„Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Sjá meira