Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2022 10:42 Konur grípa víst til hernaðaraðgerða, segir Pútín og bendir á Margaret Thatcher máli sínu til stuðnings. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. „Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
„Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira