Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2022 09:38 Eftir nokkur mögur ár í Laxá í Aðaldal hafa væntingar fyrir þetta sumarið verið frekar hófstilltar en það er ekki annað að sjá að Laxá sé að fara fram úr þeim væntingum. undarnfarna daga hafa verið að birtast margar myndir af ánægðum veiðimönnum og stórum löxum við bakka Laxár og það er að heyra á þeim veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga að það sé töluvert líf í ánni. Þeir sem þekkja hana vel segja að þetta sé eitthvað sem hafi ekki sést í mörg ár. Á öllum svæðum sjást vænir laxar og það virðast vera ágætar göngur í ána þrátt fyrir að það sé ennþá júní en Laxá hefur í gegnum árin ekki verið neitt sérstaklega sterk á þessum tíma að núna er eitthvað allt annað uppá teningnum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og vikur en það er frábært að sjá þennan viðsnúning í þessari Drottningu Norðursins. Stangveiði Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði
undarnfarna daga hafa verið að birtast margar myndir af ánægðum veiðimönnum og stórum löxum við bakka Laxár og það er að heyra á þeim veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga að það sé töluvert líf í ánni. Þeir sem þekkja hana vel segja að þetta sé eitthvað sem hafi ekki sést í mörg ár. Á öllum svæðum sjást vænir laxar og það virðast vera ágætar göngur í ána þrátt fyrir að það sé ennþá júní en Laxá hefur í gegnum árin ekki verið neitt sérstaklega sterk á þessum tíma að núna er eitthvað allt annað uppá teningnum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og vikur en það er frábært að sjá þennan viðsnúning í þessari Drottningu Norðursins.
Stangveiði Mest lesið Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði