undarnfarna daga hafa verið að birtast margar myndir af ánægðum veiðimönnum og stórum löxum við bakka Laxár og það er að heyra á þeim veiðimönnum sem hafa verið þar síðustu daga að það sé töluvert líf í ánni. Þeir sem þekkja hana vel segja að þetta sé eitthvað sem hafi ekki sést í mörg ár.

Á öllum svæðum sjást vænir laxar og það virðast vera ágætar göngur í ána þrátt fyrir að það sé ennþá júní en Laxá hefur í gegnum árin ekki verið neitt sérstaklega sterk á þessum tíma að núna er eitthvað allt annað uppá teningnum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og vikur en það er frábært að sjá þennan viðsnúning í þessari Drottningu Norðursins.
