Tiger Woods, McIlroy og fleiri spila við amatöra í beinni Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2022 17:30 Tiger Woods mundar kylfuna á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi á mánudag og þriðjudag. Getty/Christian Petersen Áskrifendur Stöðvar 2 Golf geta í næstu viku tekið forskot á sæluna fyrir Opna breska mótið í golfi með því að horfa á JP McManus Pro-Am mótið, þar sem áhugakylfingar fá að spila með bestu kylfingum heims. Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Stærsta nafnið á mótinu er Tiger Woods, sem unnið hefur 15 risamót, en á meðal annarra stórkostlegra kylfinga sem áhugakylfingarnir fá að spila með eru Rory McIlroy, Brooks Koepka, Collin Marikawa og Jon Rahm. Kylfingarnir á mótinu hafa alls unnið 46 risamót. Leiknir verða tveir hringir, á mánudag og þriðjudag, eða alls 36 holur. Beinar útsendingar frá mótinu verða á mánudag og þriðjudag frá klukkan 13:30 – 18:30, og hefur Stöð 2 Golf nú tryggt sér sýningarrétt frá mótinu. Mótið fer þannig fram að hver atvinnukylfingur leikur í liði með þremur áhugakylfingum og er keppnin tvíþætt; einstaklings- og liðakeppni. Leikið er á velli Adare Manor golfklúbbsins á Írlandi. Atvinnukylfingarnir leika alltaf sínum bolta en áhugakylfingarnir sem þeim fylgja fá að nota besta teighögg liðsins hverju sinni, og geta aldrei fengið verri útkomu en par á hverri braut. Lægsta skor kylfings á hverri braut telur fyrir viðkomandi lið í liðakeppninni. Auk bestu kylfinga heims keppa á mótinu menn sem heimamenn koma til með að halda með, eins og Padraig Harrington og Shane Lowry sem og hin írska Leona Maguire sem verður eini atvinnukylfingurinn úr röðum kvenna á mótinu. Hún á það á ferilskránni að hafa verið stigahæsti áhugakylfingur heims í 135 vikur samfleytt, sem er met, og sló í gegn sem nýliði með liði Evrópu á Solheim Cup í fyrra. JP McManus Pro-Am er öðrum þræði góðgerðamót og hafa þegar safnast 140 milljónir evra til styrktar góðgerðamála. Mótið er haldið í tengslum við Opna breska mótið sem fram fer 14.-17. júlí. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira