Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2022 12:21 Sigurður Guðmundsson listamaður við hliðina á steindepilseggi sem er hluti af hinu gríðarstóra verki Eggin í Gleðivík. Djúpivogur Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. „Þetta er náttúrulega hörmulegt slys, alveg hörmulegt og slær alla hérna í þorpinu.“ Þetta segir Sigmundur Guðmundsson höfundur verksins um banaslys sem varð nálægt listaverkinu í síðustu viku en erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara. Hann segir slysið „tragískt“ og „óhuggulegt“ en að það hefði getað orðið hvar sem er á landinu, til dæmis úti á Granda. Í gær birtist fréttatilkynning frá Múlaþingi þar sem greint var frá ákvörðun um að flytja útilistaverkið og var flutningurinn settur í samhengi við slysið í tilkynningunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, gaf ekki færi á viðtali vegna anna. Verkið stendur við sjávarsíðuna og var sett upp árið 2009 en um áratug síðar hófst fiskeldi í námunda við verkið. Sigurður segir að það hafi alls ekki truflað hann að verið væri að vinna fisk hinum megin við götuna. „Síðan koma upp raddir um það frá fiskeldinu held ég, eða fólki tengdu því, að ég myndi færa eggin - og það er löngu áður en þetta slys varð - eitthvert út í móa. En þau virka ekki á öðrum stað, þá yrði alveg eins gott að henda þeim. Ef menn elska peninga þá væri mjög slæmt að henda eggjunum í burtu því það dregur að sér ógrynni ferðamanna á hverju ári því þetta er mjög vinsælt verk þótt ég sem höfundur þess hafi ekki verið að pæla í slíkum vinsældum þegar ég geri verkið fyrir þrettán árum síðan.“ Sigurður segir að staðsetning verksins sé hluti af verkinu sjálfu. Djúpivogur er eftirsóttur staður hjá fuglaáhugamönnum. Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er kallað á ensku „site specific“ en það er þegar verk eru gerð sérstaklega fyrir aðstæðurnar sem eru sjónrænar í mínu tilfelli. Það er hafið og þetta fallega umhverfi. Fólk kemur þangað og þarna setjast fuglarnir. Sumir bíða eftir því að rjúpan setjist á rjúpueggið eða hrossagaukurinn á hrossagaukseggið. Þetta er mjög vinsælt og það er búið að taka milljónir ljósmynda og dreifa þeim um heim allan.“ Það á eftir að koma í ljós hvert listaverkið verður flutt en Sigurður segir að Borgarfjörður eystri komi til greina. „Og láta þá túristaumferðina fara þangað í staðinn fyrir hingað. Þá getur fiskeldið gert allt sem það vill. Það yrði stór kostur fyrir þá en skyggir pínulítið á menningarhliðina á Djúpavogi. Ekki pínulítið heldur stórskyggir á hana því við höfum verið með öflugt fólk á bak við okkur, menningarfólk sem er komið hingað til að byggja upp sterka menningu og ekki bara myndlistarlega heldur á öllum sviðum listanna hér á Austurlandi.“ Sigurður er nú í óðaönn að undirbúa opnun á alþjóðlegu samtímalistasafni á Djúpavogi. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra mun opna safnið formlega hinn 9. júlí. Múlaþing Menning Ferðamennska á Íslandi Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Þetta er náttúrulega hörmulegt slys, alveg hörmulegt og slær alla hérna í þorpinu.“ Þetta segir Sigmundur Guðmundsson höfundur verksins um banaslys sem varð nálægt listaverkinu í síðustu viku en erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara. Hann segir slysið „tragískt“ og „óhuggulegt“ en að það hefði getað orðið hvar sem er á landinu, til dæmis úti á Granda. Í gær birtist fréttatilkynning frá Múlaþingi þar sem greint var frá ákvörðun um að flytja útilistaverkið og var flutningurinn settur í samhengi við slysið í tilkynningunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, gaf ekki færi á viðtali vegna anna. Verkið stendur við sjávarsíðuna og var sett upp árið 2009 en um áratug síðar hófst fiskeldi í námunda við verkið. Sigurður segir að það hafi alls ekki truflað hann að verið væri að vinna fisk hinum megin við götuna. „Síðan koma upp raddir um það frá fiskeldinu held ég, eða fólki tengdu því, að ég myndi færa eggin - og það er löngu áður en þetta slys varð - eitthvert út í móa. En þau virka ekki á öðrum stað, þá yrði alveg eins gott að henda þeim. Ef menn elska peninga þá væri mjög slæmt að henda eggjunum í burtu því það dregur að sér ógrynni ferðamanna á hverju ári því þetta er mjög vinsælt verk þótt ég sem höfundur þess hafi ekki verið að pæla í slíkum vinsældum þegar ég geri verkið fyrir þrettán árum síðan.“ Sigurður segir að staðsetning verksins sé hluti af verkinu sjálfu. Djúpivogur er eftirsóttur staður hjá fuglaáhugamönnum. Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er kallað á ensku „site specific“ en það er þegar verk eru gerð sérstaklega fyrir aðstæðurnar sem eru sjónrænar í mínu tilfelli. Það er hafið og þetta fallega umhverfi. Fólk kemur þangað og þarna setjast fuglarnir. Sumir bíða eftir því að rjúpan setjist á rjúpueggið eða hrossagaukurinn á hrossagaukseggið. Þetta er mjög vinsælt og það er búið að taka milljónir ljósmynda og dreifa þeim um heim allan.“ Það á eftir að koma í ljós hvert listaverkið verður flutt en Sigurður segir að Borgarfjörður eystri komi til greina. „Og láta þá túristaumferðina fara þangað í staðinn fyrir hingað. Þá getur fiskeldið gert allt sem það vill. Það yrði stór kostur fyrir þá en skyggir pínulítið á menningarhliðina á Djúpavogi. Ekki pínulítið heldur stórskyggir á hana því við höfum verið með öflugt fólk á bak við okkur, menningarfólk sem er komið hingað til að byggja upp sterka menningu og ekki bara myndlistarlega heldur á öllum sviðum listanna hér á Austurlandi.“ Sigurður er nú í óðaönn að undirbúa opnun á alþjóðlegu samtímalistasafni á Djúpavogi. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra mun opna safnið formlega hinn 9. júlí.
Múlaþing Menning Ferðamennska á Íslandi Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41