„Mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem ég starfa með“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júní 2022 13:30 Ásdís Þula Þorláksdóttir, eigandi Gallery Þulu. Í bakgrunni eru verk Melanie Ubaldo. Anna Maggý Sýningin Samsýning '22 - Vol. 2 opnaði síðastliðinn laugardag í Gallery Þulu þar sem ólíkir listamenn vinna saman að því að mynda skemmtilega og óvænta heild. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi Þulu Þorláksdóttur, eiganda og sýningarstjóra Þulu, og fékk að heyra nánar frá listræna lífinu. Þessi sýning er önnur af tveimur samsýningum sem haldnar eru í Þulu árlega og koma þar saman þeir listamenn sem munu sýna í galleríinu þann helming ársins. Að þessu sinni eru listamennirnir sem sýna þau Björg Örvar, Fritz Hendrik IV, Auður Lóa Guðnadóttir, Melanie Ubaldo og Anna Maggý. Ásdís Þula Þorláksdóttir eigandi gallerísins sér um að velja inn listaverk og setur upp sýningarnar í gallerínu. View this post on Instagram A post shared by Á s d í s Þ u l a (@asdisthula) Opnaði gallerí í miðjum faraldri Ásdís var búsett erlendis í sjö ár þar sem hún bæði lærði og starfaði við leiklist. Eftir að hún flutti aftur heim þótti henni erfitt að fóta sig í senunni eftir langa fjarveru. „Ég fór að aðstoða föður minn sem er málari við reksturinn á stúdíó/galleríi sínu Tolli Art Gallery. Ég fann fljótt hvað þetta átti vel við mig og mig langaði ólm að fá að vinna með fleiri listamönnum. Ég opnaði galleríið Þula um sumarið 2020, í miðjum Covid faraldri. Þetta átti bara að vera voða lítið og heimilislegt í bílskúr vinkonu minnar en hún ákvað svo að nýta hann í annað. Ég fór því bara og gekk á milli rýma í miðbænum og fann loks heimili Þulu við Hjartatorgið milli Laugavegs og Hverfisgötu, “segir Ásdís Þula. View this post on Instagram A post shared by Á s d í s Þ u l a (@asdisthula) Mikilvægt að hafa trú á listamönnunum Hún hefur brennandi áhuga á samtíma listamönnum og er dugleg að fylgjast með senunni en henni þykir mikilvægt að standa með fólkinu sem hún vinnur með. „Ég hef haft þann vanann á að hafa samband við listamenn og bjóða þeim sýningar, fólk sem ég hef fylgst með í einhvern tíma og er orðin aðdáandi. Mér finnst mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem að ég sýni og starfa með.“ Galleríið hefur farið hratt af stað með reglulegar sýningar og mikið um að vera. „Eins og er hafa sýningar Þulu verið mánaðarlegar og dálítið taktfast flæði en ég hef ekki fengið listamenn á samning eins og flest stærri sölugallerí gera. Það gæti þó breyst fljótlega enda erum við farin að fara á listamessur erlendis og þetta hefur undið upp á sig ansi hratt.“ Tvær samsýningar yfir árið Aðspurð út í samsýningarnar segir Ásdís Þula að þær séu mikilvægar til þess að kynna listamennina sem sýna hjá Þulu. „Sá vani hefur verið að halda tvær samsýningar yfir árið þar sem fólk fær að kynnast þeim listamönnum sem sýna svo einkasýningar og er nú Samsýning '22 - Vol. 2 að kynna til leiks þau sem sýna í Þulu fram að jólum.“ Listamennirnir sem sýna að þessu sinni eru fjölbreyttir og nálgast listina hvert og eitt á sinn einstaka hátt. Fjölbreyttir og kraftmiklir listamenn Listamennirnir eru sem áður segir fimm og lýsir Ásdís þeim sem svo: „Anna Maggý, sem er orðin mjög þekkt fyrir ljósmyndir sínar og video verk og hafa myndir eftir hana meðal annars birst í Ítalska Vogue, sem sagði hana eina af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar.“ Verk Önnu Maggý á veggnum til hægri og Bjargar Örvar til vinstri.Aðsend „Fritz Hendrik IV starfar í ýmsum miðlum en sýnir á þessari sýningu málverk. Í myndlist sinni fjallar hann sem dæmi um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum.“ Málverk eftir Fritz Hendrik IV.Aðsend „Auður Lóa Guðnadóttir er þekkt fyrir skúlptúra sína og leikur hún sér á landamærum hins hlutlæga og huglæga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika. Hún vinnur markvisst með hversdagsfyrirbæri, fígúratíft, og myndmál sem hún sækir í forna jafnt og nýliðna sögu. Þess má geta að Auður Lóa er með sýningu á Listasafni Akureyrar.“ Skúlptúrar Auðar Lóu.Aðsend „Björg Örvar lærði myndlist í Bandaríkjunum og hefur starfað við listina allar götur síðan. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Verk hennar eru í eigu ýmissa safna svo sem Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur, Reykjavíkurborgar, Listasafns Reykjanesbæjar og Safnasafnsins á Akureyri. Á sýningunni sýnir Björg abstrakt málverk þar sem lífræn form og leikandi litir ráða ferðinni. Verkin eru sköpuð í tilfinningalegu flæði og er frásögnin í verkunum bæði einlæg og heiðarleg.“ Verk Bjargar til hægri og Melanie Ubaldo til vinstri.Aðsend „Að lokum er það Melanie Ubaldo sem sýnir málverk. Útgangspunktur í verkum hennar er hvernig sjálfsmyndin myndast, umbreytist og sýnir sig í gegnum tungumálið og reynir listamaðurinn þannig að brjóta niður, skoða og spyrja spurningar um samfélagsleg hlutverk og jaðarsetningu. Melanie er einn af stofnendum listahópsins Lucky 3, ásamt Dýrfinnu Benitu Basalan og Darren Mark, sem öll eru með Filippseyskan bakgrunn.“ Sýningin stendur til 10. júlí næstkomandi. Myndlist Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þessi sýning er önnur af tveimur samsýningum sem haldnar eru í Þulu árlega og koma þar saman þeir listamenn sem munu sýna í galleríinu þann helming ársins. Að þessu sinni eru listamennirnir sem sýna þau Björg Örvar, Fritz Hendrik IV, Auður Lóa Guðnadóttir, Melanie Ubaldo og Anna Maggý. Ásdís Þula Þorláksdóttir eigandi gallerísins sér um að velja inn listaverk og setur upp sýningarnar í gallerínu. View this post on Instagram A post shared by Á s d í s Þ u l a (@asdisthula) Opnaði gallerí í miðjum faraldri Ásdís var búsett erlendis í sjö ár þar sem hún bæði lærði og starfaði við leiklist. Eftir að hún flutti aftur heim þótti henni erfitt að fóta sig í senunni eftir langa fjarveru. „Ég fór að aðstoða föður minn sem er málari við reksturinn á stúdíó/galleríi sínu Tolli Art Gallery. Ég fann fljótt hvað þetta átti vel við mig og mig langaði ólm að fá að vinna með fleiri listamönnum. Ég opnaði galleríið Þula um sumarið 2020, í miðjum Covid faraldri. Þetta átti bara að vera voða lítið og heimilislegt í bílskúr vinkonu minnar en hún ákvað svo að nýta hann í annað. Ég fór því bara og gekk á milli rýma í miðbænum og fann loks heimili Þulu við Hjartatorgið milli Laugavegs og Hverfisgötu, “segir Ásdís Þula. View this post on Instagram A post shared by Á s d í s Þ u l a (@asdisthula) Mikilvægt að hafa trú á listamönnunum Hún hefur brennandi áhuga á samtíma listamönnum og er dugleg að fylgjast með senunni en henni þykir mikilvægt að standa með fólkinu sem hún vinnur með. „Ég hef haft þann vanann á að hafa samband við listamenn og bjóða þeim sýningar, fólk sem ég hef fylgst með í einhvern tíma og er orðin aðdáandi. Mér finnst mikilvægt að hafa fulla trú á þeirri list og því fólki sem að ég sýni og starfa með.“ Galleríið hefur farið hratt af stað með reglulegar sýningar og mikið um að vera. „Eins og er hafa sýningar Þulu verið mánaðarlegar og dálítið taktfast flæði en ég hef ekki fengið listamenn á samning eins og flest stærri sölugallerí gera. Það gæti þó breyst fljótlega enda erum við farin að fara á listamessur erlendis og þetta hefur undið upp á sig ansi hratt.“ Tvær samsýningar yfir árið Aðspurð út í samsýningarnar segir Ásdís Þula að þær séu mikilvægar til þess að kynna listamennina sem sýna hjá Þulu. „Sá vani hefur verið að halda tvær samsýningar yfir árið þar sem fólk fær að kynnast þeim listamönnum sem sýna svo einkasýningar og er nú Samsýning '22 - Vol. 2 að kynna til leiks þau sem sýna í Þulu fram að jólum.“ Listamennirnir sem sýna að þessu sinni eru fjölbreyttir og nálgast listina hvert og eitt á sinn einstaka hátt. Fjölbreyttir og kraftmiklir listamenn Listamennirnir eru sem áður segir fimm og lýsir Ásdís þeim sem svo: „Anna Maggý, sem er orðin mjög þekkt fyrir ljósmyndir sínar og video verk og hafa myndir eftir hana meðal annars birst í Ítalska Vogue, sem sagði hana eina af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar.“ Verk Önnu Maggý á veggnum til hægri og Bjargar Örvar til vinstri.Aðsend „Fritz Hendrik IV starfar í ýmsum miðlum en sýnir á þessari sýningu málverk. Í myndlist sinni fjallar hann sem dæmi um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og menningu. Fritz fæst einnig við samband hefðar, skynjunar og þekkingar í verkum sínum.“ Málverk eftir Fritz Hendrik IV.Aðsend „Auður Lóa Guðnadóttir er þekkt fyrir skúlptúra sína og leikur hún sér á landamærum hins hlutlæga og huglæga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika. Hún vinnur markvisst með hversdagsfyrirbæri, fígúratíft, og myndmál sem hún sækir í forna jafnt og nýliðna sögu. Þess má geta að Auður Lóa er með sýningu á Listasafni Akureyrar.“ Skúlptúrar Auðar Lóu.Aðsend „Björg Örvar lærði myndlist í Bandaríkjunum og hefur starfað við listina allar götur síðan. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum. Verk hennar eru í eigu ýmissa safna svo sem Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur, Reykjavíkurborgar, Listasafns Reykjanesbæjar og Safnasafnsins á Akureyri. Á sýningunni sýnir Björg abstrakt málverk þar sem lífræn form og leikandi litir ráða ferðinni. Verkin eru sköpuð í tilfinningalegu flæði og er frásögnin í verkunum bæði einlæg og heiðarleg.“ Verk Bjargar til hægri og Melanie Ubaldo til vinstri.Aðsend „Að lokum er það Melanie Ubaldo sem sýnir málverk. Útgangspunktur í verkum hennar er hvernig sjálfsmyndin myndast, umbreytist og sýnir sig í gegnum tungumálið og reynir listamaðurinn þannig að brjóta niður, skoða og spyrja spurningar um samfélagsleg hlutverk og jaðarsetningu. Melanie er einn af stofnendum listahópsins Lucky 3, ásamt Dýrfinnu Benitu Basalan og Darren Mark, sem öll eru með Filippseyskan bakgrunn.“ Sýningin stendur til 10. júlí næstkomandi.
Myndlist Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira