Gestirnir í Örgryte tóku forystuna stuttu fyrir hálfleik þegar Sebastian Crona varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Heimamenn jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik áður en Brynjar Björn og lærisveinar hans í Örgryte tóku forystuna á ný á 68. mínútu leiksins. Gestirnir jöfnuðu þó metin tveimur mínútum síðar og þar við sat.
Niðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Brynjar Björn og lærisveinar hans sitja enn á botni deildarinnar með fimm stig eftir sex leiki. Liðið hefur gert þrjú jafntefli í röð og hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu. Jönköping situr tveimru sætum ofar með átta stig.
Þá kom Böðvar Böðvarsson inn af varamannabekknum er Trelleborg vann dramatískan endurkomusigur gegn toppliði Halmstad, 1-2.
Heimamenn í Halmstad tóku forystuna eftir rúmlega klukkutíma leik, en varamaðurinn Herman Hallberg jafnaði metin fyrir Trelleborg á 86. mínútu. Það var svo Nicholas Mortensen sem reyndist hetja Trelleborg þegar hann tryggði liðinu sigurinn með marki í uppbótartíma.
Trelleborg situr nú í níunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir tíu leiki. Halmstad trónir enn á toppnum með 23 stig, en þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu.