Segir með ólíkindum að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur Árni Sæberg skrifar 28. júní 2022 11:53 Halldóra Mogensen segir að dómsmálaráðherra ætti að skammast sín. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði í viðtali á Vísi í gær að hann hefði kosið gegn frumvarpi um þungunarrof árið 2019 á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir að þungunarrof gæti átt sér stað allt að síðustu viku fyrir barnsburð. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherrann ítrekað fara með rangfærslur um málaflokka sem hann á að hafa á hreinu. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum. Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
„Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í gær. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrulega bara algjört bull,“ segir Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í samtali við Vísi. „Það er eiginlega ótrúlegt að dómsmálaráðherra fari síendurtekið með rangfærslur opinberlega í málaflokkum sem hann ætti að þekkja betur,“ bætir hún við. Þungunarrof heimilt til loka 22. viku, ekki 39. Í frumvarpi um breytingu á lögum um þungunarrof, sem samþykkt var árið 2019, var réttur kvenna til að láta rjúfa þungun sína fram að lokum 22. viku þungunar tryggður. Jón Gunnarsson greiddi atkvæði gegn frumvarpinu á sínum tíma, það segir hann hafa verið vegna þess frumvarpið gerði ráð fyrir þungunarrofi fram að síðustu viku þungunar. Hefðbundinn meðgöngutími manna er um fjörutíu vikur og því er nokkuð ljóst að ráðherrann fer ekki rétt með efni frumvarpsins. „Hann ætti að skammast sín“ Halldóra segir að þungunarrofsfrumvarpið hafi á sínum tíma verið unnið á grundvelli faglegrar niðurstöðu. „Það eru fagaðilar sem koma þarna að og mæla með þessum tímamörkum,“ sagði hún. Þá sagði hún að það heyrði til undantekninga að konur nýttu sér rétt sinn til þungunarrofs svo seint á meðgöngunni. „Mér finnst sorglegt að sjá dómsmálaráðherra sérstaklega, í þeirri stöðu sem hann er, sýna svona ofboðslega mikla vanvirðingu gagnvart konum og vantraust gagnvart konum, að fara með svona ótrúlegar rangfærslur opinberlega og hann ætti að skammast sín,“ segir Halldóra að lokum.
Þungunarrof Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. 27. júní 2022 19:00