Nýjustu breytingarnar eru að Petr Cech er nú hættur störfum hjá félaginu.
Cech hefur starfað sem tæknilegur ráðgjafi og við frammistöðumat leikmanna undanfarin þrjú ár.
Todd Boehly og Clearlake fjárfestingafélagið eignuðust Chelsea á dögunum þegar Rússinn Roman Abramovich var þvingaður til að selja félagið.
Stjórnarformaðurinn Bruce Buck og rekstrarstjórinn Marina Granovskaia höfðu áður hætt bæði störfum hjá Lundúnafélaginu og nú er Cech einnig hættur. Granovskaia hafði verið sérlegur aðstoðarmaður Romans í áratug.
Petr Cech var leikmaður Chelsea í ellefu ár frá 2004 til 2015 og varð fjórum sinnum enskur meistari og fjórum sinnum enskur bikarmeistari með félaginu.
Hann endaði leikmannaferil sinn hjá Arsenal en snéri eftir til Chelsea árið 2019 eftir að hann setti markmannshanskana upp á hillu.