„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Snorri Másson skrifar 26. júní 2022 19:57 Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Þegar boðað var að Jordan Peterson hygðist halda fyrirlestur í Háskólabíó skiptist fólk í tvennt; margir keyptu sér miða, „áhugaverður sálfræðingur, væri gaman að sjá.“ Aðrir fóru á Twitter og lýstu því að kjarni málflutnings Peterson væri kvenhatur, líkamshatur og hin/kynseginhatur. Það væri því óréttlætanlegt að leggja leið sína á fyrirlesturinn. Jordan Peterson hefur selt fleiri milljónir eintaka af sjálfshjálparbókum á undanförnum árum og sálfræðingurinn er orðinn einn vinsælasti en um leið umdeildasti fræðimaður síns tíma.Vísir/Adelina „Ef þú lítur á samfélagsmiðla er eins og það sé yfirgnæfandi mótstaða við mig,“ segir Jordan Peterson. „Það er einfaldlega ekki satt. Það er bara ekki satt. Ég var til dæmis að skrifa grein í Telegraph, sem var einhver sú grófasta sem ég hefði getað skrifað. Ég hélt að þetta væri búið fyrir mig ef ég birti þessa grein. Ég var í grunninn að kalla eftir fangelsun slátrandi skurðlækna sem eru að framkvæma svokallaðar kynleiðréttingaraðgerðir á fólki undir lögaldri. Ég kallaði samtök bandarískra sálfræðinga (APA) pakk af kjarklausum heiglum og lygurum. Og þetta er býsna skorinort – en niðurstaðan er sú að allar athugasemdirnar eru jákvæðar. Allar. Þannig að það er lítill minnihluti af fólki sem er á móti því sem ég segi við og við og hann er mjög hávær,“ segir Peterson. Ekki spurning um umburðarlyndi Í raunheimum sé óánægjan þó engin; hann hafi verið að flytja fyrirlestra í um 60 borgum, án þess að komið hafi til mótmæla eða annarrar andspyrnu. Peterson fór mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir á börnum og hélt því fram að samfélaginu bæri ekki að sýna þeim umburðarlyndi. Að vera á móti þessum aðgerðum er að hans sögn ekki sambærilegt við að hafa verið mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra á sínum tíma, heldur séu þetta breytingar af öðrum toga. Peterson sagði þá að stefna nasista hafi í orði kveðnu byggst á umburðarlyndi og samhygð. Kynleiðréttingaraðgerðir sem prófessorinn vísar til, sem gerðar eru á fólki yngri en átján ára, eru sárasjaldgæfar í heiminum og alls ekki útbreidd stefna. Hér á Íslandi hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu engar slíkar aðgerðir verið gerðar á einstaklingum yngri en átján ára. Stundum eru kynhormónabælandi meðferðir notaðar til að styðja við trans ungmenni enda er komin löng reynsla á notkun slíkra lyfja við meðferð annarra hópa. Áhrifin þar eru afturkræf. Í viðtalinu er rætt um stjórnmálaástandið og Peterson heldur því þar meðal annars að það sé sök róttæka vinstrisins að umræðan sé orðin eins pólaríseruð og raun ber vitni um.Vísir „Ömurleg gagnrýni“ Í aðdraganda komu Jordan Peterson voru ummæli hans frá fyrri tíð rifjuð upp á samfélagsmiðlum, hvort sem það voru vangaveltur hans um varalit kvenna á vinnustöðum, mótstaða hans á sínum tíma við að nota rétt fornöfn fólks vegna lagalegrar skyldu af hálfu kanadískra stjórnvalda eða athugasemd hans við vaxtarlag fyrirsætu á forsíðu Sports Illustrated fyrir skemmstu. Peterson ræddi farða og klæðnað kvenna á vinnustöðum í viðtali við Vice árið 2017. Spurður út í það viðtal núna segir hann: „Já, það var góð pæling, þetta með varalitinn. Til hvers heldur fólk í alvöru að varalitur sé? Til hvers í fjandanum? Þetta er svo ömurleg og idjotísk gagnrýni. Sú hugmynd að farði hafi ekkert að gera með kynferðislega aðlöðun; ef þú trúir henni ert þú fáviti. Þannig að mér er ljúft og skylt að ítreka þetta viðhorf alveg afdráttarlaust.“ Horfa má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en þar er einnig rætt um pólaríseruð stjórnmál, Bandaríkin, Donald Trump og þar fram eftir götunum. Peterson dvaldi á Íslandi frá föstudegi til sunnudags, en þá tekur næsta land í bókatúrnum við. Hann hefur meðal annars komið við í Noregi og Danmörku.Vísir Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Þegar boðað var að Jordan Peterson hygðist halda fyrirlestur í Háskólabíó skiptist fólk í tvennt; margir keyptu sér miða, „áhugaverður sálfræðingur, væri gaman að sjá.“ Aðrir fóru á Twitter og lýstu því að kjarni málflutnings Peterson væri kvenhatur, líkamshatur og hin/kynseginhatur. Það væri því óréttlætanlegt að leggja leið sína á fyrirlesturinn. Jordan Peterson hefur selt fleiri milljónir eintaka af sjálfshjálparbókum á undanförnum árum og sálfræðingurinn er orðinn einn vinsælasti en um leið umdeildasti fræðimaður síns tíma.Vísir/Adelina „Ef þú lítur á samfélagsmiðla er eins og það sé yfirgnæfandi mótstaða við mig,“ segir Jordan Peterson. „Það er einfaldlega ekki satt. Það er bara ekki satt. Ég var til dæmis að skrifa grein í Telegraph, sem var einhver sú grófasta sem ég hefði getað skrifað. Ég hélt að þetta væri búið fyrir mig ef ég birti þessa grein. Ég var í grunninn að kalla eftir fangelsun slátrandi skurðlækna sem eru að framkvæma svokallaðar kynleiðréttingaraðgerðir á fólki undir lögaldri. Ég kallaði samtök bandarískra sálfræðinga (APA) pakk af kjarklausum heiglum og lygurum. Og þetta er býsna skorinort – en niðurstaðan er sú að allar athugasemdirnar eru jákvæðar. Allar. Þannig að það er lítill minnihluti af fólki sem er á móti því sem ég segi við og við og hann er mjög hávær,“ segir Peterson. Ekki spurning um umburðarlyndi Í raunheimum sé óánægjan þó engin; hann hafi verið að flytja fyrirlestra í um 60 borgum, án þess að komið hafi til mótmæla eða annarrar andspyrnu. Peterson fór mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir á börnum og hélt því fram að samfélaginu bæri ekki að sýna þeim umburðarlyndi. Að vera á móti þessum aðgerðum er að hans sögn ekki sambærilegt við að hafa verið mótfallinn hjónabandi samkynhneigðra á sínum tíma, heldur séu þetta breytingar af öðrum toga. Peterson sagði þá að stefna nasista hafi í orði kveðnu byggst á umburðarlyndi og samhygð. Kynleiðréttingaraðgerðir sem prófessorinn vísar til, sem gerðar eru á fólki yngri en átján ára, eru sárasjaldgæfar í heiminum og alls ekki útbreidd stefna. Hér á Íslandi hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu engar slíkar aðgerðir verið gerðar á einstaklingum yngri en átján ára. Stundum eru kynhormónabælandi meðferðir notaðar til að styðja við trans ungmenni enda er komin löng reynsla á notkun slíkra lyfja við meðferð annarra hópa. Áhrifin þar eru afturkræf. Í viðtalinu er rætt um stjórnmálaástandið og Peterson heldur því þar meðal annars að það sé sök róttæka vinstrisins að umræðan sé orðin eins pólaríseruð og raun ber vitni um.Vísir „Ömurleg gagnrýni“ Í aðdraganda komu Jordan Peterson voru ummæli hans frá fyrri tíð rifjuð upp á samfélagsmiðlum, hvort sem það voru vangaveltur hans um varalit kvenna á vinnustöðum, mótstaða hans á sínum tíma við að nota rétt fornöfn fólks vegna lagalegrar skyldu af hálfu kanadískra stjórnvalda eða athugasemd hans við vaxtarlag fyrirsætu á forsíðu Sports Illustrated fyrir skemmstu. Peterson ræddi farða og klæðnað kvenna á vinnustöðum í viðtali við Vice árið 2017. Spurður út í það viðtal núna segir hann: „Já, það var góð pæling, þetta með varalitinn. Til hvers heldur fólk í alvöru að varalitur sé? Til hvers í fjandanum? Þetta er svo ömurleg og idjotísk gagnrýni. Sú hugmynd að farði hafi ekkert að gera með kynferðislega aðlöðun; ef þú trúir henni ert þú fáviti. Þannig að mér er ljúft og skylt að ítreka þetta viðhorf alveg afdráttarlaust.“ Horfa má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en þar er einnig rætt um pólaríseruð stjórnmál, Bandaríkin, Donald Trump og þar fram eftir götunum. Peterson dvaldi á Íslandi frá föstudegi til sunnudags, en þá tekur næsta land í bókatúrnum við. Hann hefur meðal annars komið við í Noregi og Danmörku.Vísir
Samfélagsmiðlar Íslandsvinir Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira