Handbolti

„Ég fór hratt í djúpu laugina“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Stefánsson á hliðarlínunni hjá HC Erlangen.
Ólafur Stefánsson á hliðarlínunni hjá HC Erlangen. Erlangen

Goðsögnin Ólafur Stefánsson fór aftur út í þjálfun í vetur er hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá þýska handknattleiksfélaginu Erlangen. Hann er að finna sig vel í nýja starfinu og verður áfram í Þýskalandi en hann samdi upprunalega við liðið í febrúar fyrr á þessu ári.

Vart þarf að kynna hinn 48 ára gamla Ólaf Stefánsson fyrir landi og þjóð. Einn af okkar albestu íþróttamönnum fyrr og síðar og einn besta handknattleiksmann fyrr og síðar. Hann hafði ekki þjálfað í þónokkur ár þegar hann fékk tilboð frá Erlangen.

„Það hefur gengið þokkalega. Lært mikið og held ég hafi bara gert gott mót þessa fyrstu fjóra mánuði. Ég framlengdi um eitt ár en tek þessu hægt og rólega.“

„Alveg smá ryð en það gerðist hratt. Að vera aðstoðarþjálfari en samt fékk í rauninni strax hlutverk og tók vörnina, varnarþjálfun og allt það yfir svo ég fór hratt í djúpu laugina,“ bætti Ólafur við að endingu.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að neðan en hann er hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. Erlangen endaði í 12. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð.


Tengdar fréttir

„Tímabil sem byrjaði vel og endaði vel“

Aðalsteinn Eyjólfsson segist hafa lært mikið af þarsíðasta tímabili en hann stýrði liði sínu Kadetten til sigurs í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í ár. Aðalsteinn hefur þjálfað liðið frá 2020 en hann hefur verið þjálfari erlendis frá árinu 2008.

„Kvíði því einna mest að vera þjálfari á móti Íslandi“

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, segist ekki útiloka heimkomu til Íslands þegar samningur hans við þýska handknattleikssambandið rennur út árið 2024. Alfreð segist þá hræddur við tilhugsunina að mæta Íslandi fram að þeim tímapunkti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×