Hefur tvisvar troðið upp á staðnum þar sem árásin var framin: „Ég gæti verið dáinn núna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 15:36 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á London Pub, þar sem tvennt var myrt í nótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á skemmtistaðnum í Osló þar sem tvennt var myrt í skotárás í nótt. „Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna,“ segir hann. Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira