Hefur tvisvar troðið upp á staðnum þar sem árásin var framin: „Ég gæti verið dáinn núna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 15:36 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á London Pub, þar sem tvennt var myrt í nótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á skemmtistaðnum í Osló þar sem tvennt var myrt í skotárás í nótt. „Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna,“ segir hann. Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent