Fornmunum Asteka bjargað á þurrt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. júní 2022 14:31 Trúarhof Asteka í Tenochtitlán. WikimediaCommons Fornleifafræðingum í Mexíkó hefur tekist að bjarga á land 2.500 fornmunum úr menningarríki Asteka sem uppi var fyrir meira en 500 árum. Allan þennan tíma hafa munirnir legið í vatni, en með hjálp nýrrar tækni þar sem gervisykur leikur stórt hlutverk er hægt að varðveita þá áfram á þurru. Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir. Mexíkó Fornminjar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Tenochtitlán var höfuðborg hins forna ríkis Asteka í Mexíkó. Hún stóð á eyju í Texcocovatni og þegar mest lét bjuggu þar um 200.000 manns. Borgin var stofnuð árið 1325 og spænskir landvinningamenn undir forystu Hernán Cortés lögðu hana undir sig og jöfnuðu við jörðu 200 árum síðar. Hún er af fræðimönnum oft talin ein fallegasta borg sem mannskepnan hefur byggt. 3000 fornmunir í vatni Árum saman hafa fornleifafræðingar, forverðir og aðrir fræðimenn vitað að í vatninu liggja nær 3000 fornmunir, flestir úr tré frá stórveldistíma Astekanna. Þeir hafa legið í vatni í meira en 500 ár og allar tilraunir til að koma þeim á þurrt hafa mistekist. Það var reynt fyrir nokkrum árum og á nokkrum klukkustundum eyðilögðust trémunirnir við að komast í samband við súrefni. Þeir hreinlega urðu að dufti fyrir augunum á vísindamönnunum. Munirnir hafa lifað af í gegnum aldirnar einmitt vegna þess að þeir hafa legið í vatni og ekki komist í samband við súrefni eða mikið sólarljós. Hópur fornleifafræðinga hefur í tvo áratugi reynt að þróa aðferð til að ná mununum upp úr vatninu, til þess að komandi kynslóðir geti barið þær augum og þannig kynnst betur hinni merku menningu Asteka. Og það hefur loks tekist. Lykillinn fólst í að nota gervisykur. Án þess að fara mikið á dýpið í vísindalegum útskýringum, þá gengur aðferðin í stuttu máli út á að sykrurnar veita viðnum ákveðinn stöðugleika og viðnám gegn raka og örverum og með endalausum tilraunum hefur tekist að finna rétta jafnvægið svo munirnir geti varðveist áfram á þurru landi. Einn merkasti fornleifafundur S-Ameríku Víctor Cortés Meléndez fornleifafræðingur í Mexíkóborg, segir í samtali við El País að í ríki Asteka hafi verið litið á smiði og tréskurðarmenn sem listamenn og margar trjátegundir sem uxu í ríki Asteka hafi verið heilagar. Talið er að þetta sé einn merkasti fornleifafundur í sögu Suður-Ameríku. Nú hefur tekist að ná rúmlega 2.500 munum upp úr vatninu. Þetta eru munir af öllum gerðum; örvar og vopn, eyrnalokkar og aðrir skrautmunir, höfuðföt, eldhúsáhöld, myndir og munir sem notaðir voru við trúarathafnir og svona mætti lengi telja. Og ekki bara úr tré heldur líka úr kopar, gulli og leir.
Mexíkó Fornminjar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira