Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2022 11:52 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann ekki geta leyst framboðsvandann á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum og þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum á meðan verðið sé í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun