Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2022 11:52 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir bankann ekki geta leyst framboðsvandann á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum og þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum á meðan verðið sé í hæstu hæðum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í gær þegar hann kynnti eins prósentustiga hækkun meginvaxta að bankinn vildi bregðast skarpt við aukinni verðbólgu í þeirri von að hægt verði að lækka vextina hratt aftur þegar verðbólgan tæki að hjaðna. Bankinn vildi einnig vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga þannig að aðilar vinnumarkaðarins gætu treyst því að mikil verðbólga yrði ekki varanleg á Íslandi. Verðbólgan er fyrst og fremst rakin til innfluttrar verðbólgu vegna hækkunar hrávöruverðs og fleiri þátt í útlöndum og svo þeirra gríðarlegu hækkana sem verið hafi á húsnæðisverði undanfarin misseri. Seðlabankastjóri segir mikinn skort á húsnæði fyrir stórar kynslóðir sem séu að komast á eftirlaun og vilji minnka við sig og fyrir stórar ungar kynslóðir sem koma séu inn á húsnæðismarkaðinn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir hækkanir vaxta að undanförnu eru þeir fremur lágir í sögulegu samhengi og raunvextir hafa verið neikvæðir um nokkurt skeið. Þannig hafa vaxtahækkanirnar ekki bitið mjög á fólk með óverðtryggð lán, þar sem munur vaxta og verðbólgu étur upp hluta lánanna. Sérðu fyrir þér að ef verðbólgan heldur áfram að vera í því sem þið spáðuð um daginn og færi yfir átta prósent, að þá þurfi að hækka vextina allt upp í verðbólguna? „Sjáum til. Við erum auðvitað að vona að við náum fram jákvæðum raunvöxtum með því að verðbólga fari niður. Ekki að við förum með vextina upp. Töluverður hluti af verðbólgunni er vegna hækkunar á fasteignaverði sem hefur komið ótrúlega skarpt inn,“ segir Ásgeir. Þannig að verðbólga gæti farið skarpt niður ef fari að hægja á hækkunum húsnæðisverðs. Þáttur húsnæðisins í verðbólgumælingum miðist við hækkun húsnæðisverðs síðustu þrjá mánuði hverju sinni. Um þessar mundir séu bæði stórir árgangar að koma inn á fasteignamarkaðinn en einnig vilji stórar kynslóðir fara að minnka við sig húsnæði. „Eftir stríðs kynslóðin er nú að fara á eftirlaun og þá kemur að því að fólk vill fara að minnka við sig. Þetta bendir bara allt í sömu átt. Það vantar meira framboð. Ég held að það vanti miklu meira af framboði af eignum sem henta fólki sem vill minnka við sig. Það er bara ekki til staðar,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn geti ekki eytti framboðsvandanum á húsnæðismarkaðnum heldur reynt að hægja á markaðnum þannig að fólk fari ekki framúr sér í íbúðarkaupum.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20 Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. 22. júní 2022 19:20